Eimreiðin - 01.09.1974, Qupperneq 65
I
ÉIMREIÐlN
skipti á sviði verzlunar, iðnaðar, visinda, tækni, menningar og
stjórnmála, svo að dæmi séu nefnd. Með bættri sambúð átti að
draga úr vopnakapphlaupinu og gera aðrar nauðsynlegar ráð-
stafanir til að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Margt
befur verið gert á þessu sviði, sem stórbætt hefur ástandið.
Ýmsir, sem ekki eru á sama máli og Sovétmenn og Banda-
ríkjamenn í þessum efnum, segja, að með þessu móti ætli
ráðamenn stórveldanna að skipta lieiminum endanlega á milli
sín eins og tertu og tryggja endanleg áhrif sín á hlutaðeigandi
yfirráðasvæðum. Þeir segja, að ráðamenn í Moskvu og Wasli-
ington liafi heitið livor öðrum að láta yfirráðasvæði liins af-
skiptalaus, þ. e. a. s. hætta að auka stjórnmálaleg áhrif sín á
þeim. Máli sínu til sönnunar benda gagnrýnendur á ákveðna
samvinnu risaveldanna. Þeir segja t. d., að Bandaríkjamenn
hefðu ekki sloppið svo auðveldlega frá Vietnamstríðinu án
lijálpar sovézkra ráðamanna. Þeir benda einnig á, að Banda-
ríkjamenn liafi bjargað stjórn Sovétríkjanna úr stórvandræð-
um heima fyrir eftir uppskerubrestinn mikla með því að selja
þeim allar umframkornbirgðir Bandaríkjanna. Til þess að
spilla ekki ávinningi bættrar sambúðar stöðvuðu Bandarikja-
menn og Sovétmenn októberstríðið i Miðausturlöndum — ekki
vegna stríðsaðila, heldur sjálfs sín vegna, segja gagnrýnendur
einnig.
Kínverj ar hafa einnig vakið athygli á heimsyfirráðstefnu
stórveldanna og varað við lienni. Þeir halda því fram, að stór-
veldin séu ekki að bæta sambúðina í heiminum heimsins vegna,
lieldur til þess að tryggja eig'in hagsmuni.
„Kalda stríðinu er lokið,“ sagði Brésnéf flokksforingi, þegar
hann ávarpaði bandarísku þjóðina í útvarpi og sjónvarpi,
meðan á heimsókn hans til Bandaríkjanna stóð. Hvernig stóð
á því, að því lauk svo skyndilega eftir rúmlega tveggja áratuga
erjur og átök? Leiðtogum stórveldanna var orðið það ljóst, að
áframhaldandi vígbúnaðarkapphlaup hefði ekki lengur neinn
lilgang og að einfaldara væri að ná árangri í innan- og utan-
ríkismálum með bættri sambúð. Brésnéf og Nixon voru báðir
í styrkri aðstöðu lieima fyrir og nutu virðingar á alþjóðlegúm
vettvangi. Þeir gátu sem sé stigið þau skref, sem þurfti til að
bæta sambúðina og draga úr spennu, þannig að hægt væri að
taka upp friðsamlega og vingjarnlega sambúð. Þar að auki
gerðu báðir sér það ljóst, að með því að bæta sambúð ríkjanna,
gætu þeir komið á viðskiptasambandi, sem báðir nytu góðs af.
Á undanförnum áratugum hafa Sovétríkin varið að minnsta
I kosti 25% af heildarþjóðarframleiðslu sinni til vopnasmíði og
309