Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 66

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 66
ÉIMREIÐlN hermála, sem er jafnvel stórþjóð þungur baggi. Ráðamönnum í Moskvu var það ljóst, að almenningur var orðinn þreyttur á svo gífurlegum fjáraustri til hermála á sama tíma og ekkert var gert til þess að hæta lífsskilyrði fólks. Þeir vissu mætavel, að Sovétríkin voru komin langt aftur úr Vesturveldun- um á sviði tækniþróunar og iðnaðarmála og að þeir stæðu al- drei jafnfætis Vesturlandabúum á þessu sviði. nema með að- stoð hinna siðarnefndu. Launþegar í Sovétríkjunum liafa kraf- izt þess leynt og ljóst, að yfirvöld hæltu afkomu landsmanna með t. d. auknu vöruvali í verzlunum og meiri lífsþægindum. Bílar, heimilistæki, fatnaður og annar varningur neyzluþjóð- félagsins er efstur á óskalisla sovétborgara. Stjórnvöld Sovét- ríkjanna hafa enn ekki orðið við þessum kröfum nema að takmörkuðu leyti, en þau vita, að tíminn til endurbóta á þessu sviði styttist óðum. Það eru einmitt vestrænar verksmiðjur og bætta sambúð. tækniþekking, sem sovéskir ráðamenn vilja fá í skiptum fyrir En það er ekki aðeins verksmiðjur og tækniþekking, sem þeir girnast á Vesturlöndum. Þeir vilja einnig kaupa fullkomn- ustu tölvur, sem völ er á, auk þess óska þeir eftir að fá að framleiða þær í Sovétríkjunum, bæði til að nota í þágu al- mennings og hernaðar, en Vesturveldin vilja ekki leyfa það. Sovétmönnum er það ljóst, að þeir hafa eytt allt of miklum fjármunum í hernað og vopnaframleiðslu, auk þess sem þeir liafa sóað of dýrmætum tíma til þessara mála á kostnað ann- arra mikilvægra þjóðmála. Ilervæðing hefur bitnað á vísinda- legum rannsóknum og tækniþróun almennt, sem nauðsynleg er öllum nútímaþjóðfélögum. Þetta er ekki einstefnuþróun, heldur liafa valdhafar í Sovétríkjunum og A-Evrópu ýmislegt að bjóða, sem Vestur- landabúar hafa augastað á og vilja fá í vöruskiptum. Fyrst má nefna næstum óþrjótandi markaði þessara ríkja, en það er nú nauðsynlegt fyrir iðnríki Vesturlanda að finna nýja markaði, þ. e. a. s. markaði, þar sem unnt er að selja vestrænan varning. Því miður er staðreyndin sú, að þróunarlöndin hafa ekki efni á að kaupa mikið frá hinum auðugu iðnríkjum, nema við mjög hagkvæm greiðslukjör, sem ekki eru ætíð í boði. Bandaríkjamenn og aðrir Vesturlandabúar vilja kaupa jarð- gas frá Síberíu, og þegar hafa verið gerðir samningar um sölu j)ess þaðan, en flutningavandamálin hafa enn ekki verið leyst á hagkvæman hátt, en það stendur til bóta. Þá vilja Bandaríkja- menn og V.-Evrópubúar kaupa hráefni og góðmálma frá A.- Evrópu og Sovétríkjunum. Auk þess er áhugi á orku- 310

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.