Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Page 68

Eimreiðin - 01.09.1974, Page 68
EIMREIÐIN ig magnað spennu í þeim heimshluta. Sovésk stjórnvöld halda ótrauð áfram að auka flotaveldi sitt á heimshöfunum og nú er svo komið, að Sovétrikin, sem til skamms tíma voru land- veldi, eru nú annað mesta flotaveldi heimsins. Ekkert hefur komið i ljós, sem gefur til kynna að Sovétmenn liafi dregið úr herafla sínum og vígbúnaði á mörkum Austur- og Vestur- Evrópu, þvert á móti hafa þeir aukið hann. Hvað gera þeir t.d. við 14 þúsund skriðdreka af fullkomnustu gerð við bæjardyr V.-Evrópu á timum bættrar sambúðar? Hvers vegna auka þeir hernaðarmátt sinn á landamærum Finnlands og við norsku landamærin, þegar þeir segjast vilja draga úr spennunni? Af hverju senda þeir sífellt fleiri kjarnorkukafbáta inn á Norður- Atlantshaf á sama tíma og talað er um varanlegan frið á þess- um slóðum? Þetta eru allt tímabærar spurningai-, sem Vesturlandabúar verða að atliuga nánar og finna svör við, áður en lengra er haldið. Það er nauðsynlegt að flýta sér hægt í þessum efnum og kanna hvert einasta smáatriði ofan í kjölinn. Engu að síður er jafnnauðsynlegt að halda viðræðum áfram við ráðamenn í Sovétríkjunum og öðrum Austur-Evrópuríkjum til þess að tryggja áframhald batnandi sambúðar. Að vel atliuguðu máli er mönnum það ljóst, að það er ekki æskilegt að fara of glanna- lega að í þessi mál. Það fer ekki á milli mála, að Sovétríkin liafa hagn- azt á „detente“ stefnunni, án þess að láta of mikið af mörkum. Sovéskir ráðamenn hafa enn elcki orðið við ýmsum kröfum Vesturveldanna. Þeir hafa t. d. ekki viljað fallast á frjálsan inn- flutning og útflutning dagblaða, timarita og bókmennta, svo að nokkuð sé nefnt. Þeir hafa heldur ekki viljað auðvelda sam- skipti íbúa austur og vesturs með því að draga úr ferðatak- mörkunum. Fleiri dæmi af þessu tagi mætti nefna. Þá spyrja ýmsir, hvers vegna Vesturlandabúar eigi að auð- velda stjórnvöldum í Sovétríkjunum að leysa ýmis inn- anríkisvandamál, eins og t. d. með því að útvega þeim marg- víslegan varning, sem borgarar þar krefjast. Af hverju á að aðstoða sovésk stjórnvökl við að flýta iðn- og tækniþróun lands- ins, meðan þau sýna því engan áliuga að draga úr vigbúnaðar- kapphlaupinu og nota fjármagnið sem sparast i viðskiptum við Vesturlönd til hernaðarmála? Þjóðir Vesturlanda verða að leysa hin fjölmörgu vandamál, sem nú hrjá þau, áður en lengra er haldið á sviði „detente“. Ef þær eiga ekki að veikja samningsaðstöðu sína gagnvart A.-Evrópuþjóðum, þá þurfa ráðamenn Bandaríkjanna og V.- 312

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.