Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 68

Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 68
EIMREIÐIN ig magnað spennu í þeim heimshluta. Sovésk stjórnvöld halda ótrauð áfram að auka flotaveldi sitt á heimshöfunum og nú er svo komið, að Sovétrikin, sem til skamms tíma voru land- veldi, eru nú annað mesta flotaveldi heimsins. Ekkert hefur komið i ljós, sem gefur til kynna að Sovétmenn liafi dregið úr herafla sínum og vígbúnaði á mörkum Austur- og Vestur- Evrópu, þvert á móti hafa þeir aukið hann. Hvað gera þeir t.d. við 14 þúsund skriðdreka af fullkomnustu gerð við bæjardyr V.-Evrópu á timum bættrar sambúðar? Hvers vegna auka þeir hernaðarmátt sinn á landamærum Finnlands og við norsku landamærin, þegar þeir segjast vilja draga úr spennunni? Af hverju senda þeir sífellt fleiri kjarnorkukafbáta inn á Norður- Atlantshaf á sama tíma og talað er um varanlegan frið á þess- um slóðum? Þetta eru allt tímabærar spurningai-, sem Vesturlandabúar verða að atliuga nánar og finna svör við, áður en lengra er haldið. Það er nauðsynlegt að flýta sér hægt í þessum efnum og kanna hvert einasta smáatriði ofan í kjölinn. Engu að síður er jafnnauðsynlegt að halda viðræðum áfram við ráðamenn í Sovétríkjunum og öðrum Austur-Evrópuríkjum til þess að tryggja áframhald batnandi sambúðar. Að vel atliuguðu máli er mönnum það ljóst, að það er ekki æskilegt að fara of glanna- lega að í þessi mál. Það fer ekki á milli mála, að Sovétríkin liafa hagn- azt á „detente“ stefnunni, án þess að láta of mikið af mörkum. Sovéskir ráðamenn hafa enn elcki orðið við ýmsum kröfum Vesturveldanna. Þeir hafa t. d. ekki viljað fallast á frjálsan inn- flutning og útflutning dagblaða, timarita og bókmennta, svo að nokkuð sé nefnt. Þeir hafa heldur ekki viljað auðvelda sam- skipti íbúa austur og vesturs með því að draga úr ferðatak- mörkunum. Fleiri dæmi af þessu tagi mætti nefna. Þá spyrja ýmsir, hvers vegna Vesturlandabúar eigi að auð- velda stjórnvöldum í Sovétríkjunum að leysa ýmis inn- anríkisvandamál, eins og t. d. með því að útvega þeim marg- víslegan varning, sem borgarar þar krefjast. Af hverju á að aðstoða sovésk stjórnvökl við að flýta iðn- og tækniþróun lands- ins, meðan þau sýna því engan áliuga að draga úr vigbúnaðar- kapphlaupinu og nota fjármagnið sem sparast i viðskiptum við Vesturlönd til hernaðarmála? Þjóðir Vesturlanda verða að leysa hin fjölmörgu vandamál, sem nú hrjá þau, áður en lengra er haldið á sviði „detente“. Ef þær eiga ekki að veikja samningsaðstöðu sína gagnvart A.-Evrópuþjóðum, þá þurfa ráðamenn Bandaríkjanna og V.- 312
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.