Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 69
EiMREIÐIN
Evrópu að finna sameiginlega lausn á vandanum. Til dæmis
er nauðsynlegt að leysa orku- og eldsneytiskreppuna með sam-
eiginlegu átaki. Finna ber lausn á verðbólguvandanum, sem
skapað hefur varanlegan samdrátt á Vesturlöndum, áður en
kreppuástand skellur á Setja verður niður deilumál milli ein-
stakra ríkja (t. d. Grikkja og Tyrkja) og breyta sundrungu í
samstöðu á nýjan leik. Finna ber leiðir til þess að draga úr at-
vinnuleysi í V-Evrópu og N-Ameríku. Stjórnmálamenn þess-
ara ríkja þurfa auk þess að hreinsa til á sviði stjórnmála og
koma í veg fyrir frekari pólitískan glundroða, sem gætt hefur
á undanförnum mánuðum. Það er bæði hættulegt og fráleitt
fyrir Vesturlandamenn að láta skeika að sköpum og veikja
þannig stöðuna á sviði heimsmálanna. Stjórnmálafræðingar og
fréltaskýrendur hafa margir hverjir varað við þessari þróun
og segja, að ef svo haldi áfram sem horfir, þá verði Vesturlönd
veikari aðilinn í öllum frekari samskiptum við Sovétríkin og
A.-Evrópu, en það er einmitl það sem sovéskir ráðamenn vilja
helzt af öllu. )
Það er löngu augljóst, að lífsnauðsynlegt er fyrir Sovétríkin
að halda áfram fyrrgreindum viðskiptum við þjóðir Vestur-
landa. Það er staðreynd, að þau viðskipti gera sovézkum ráða-
mönnum kleift að leysa flókinn vanda innanlands á tiltölulega
stuttum tíma. Innanríkismál Sovétríkjanna, svo sem annarra
ríkja, eru bæði flókin og erfið viðureignar. Sovézkir ráða-
menn knnna að hrökklast frá völdum eins og aðrir ráða-
menn, ef þeir geta ekki leyst úr aðkallandi vanda (saman-
ber Krústjoff á sínum tíma). Brésnéf þarf ekki síður
að tryggja stöðu sína inn á við en út á við. Hann er roskinn
maður, og óstaðfestar fréttir herma, að heilsa hans sé miður
góð, en það merkir, að samherjar lians eru sennilega að undir-
húa haráttuna um aðalritarastarfið. Enginn veit enn, hver tek-
ur við af Brésnéf. Það gæti orðið einangrunarsinni eða alþjóða-
sinni, sem vill áframhaldandi samvinnu við þjóðir Vesturlanda.
Hafa her þetta í huga, þegar menn velta fyrir sér kostum og
göllum „detente“ stefnu stórveldanna.
Flestum er Ijóst, að aukin samvinna og samskipti milli aust-
urs og vesturs á undanförnum árum hefur gjörbreytt ástand-
inu í heiminum. ,.Það er allt annað að geta nú sjálfur talað við
þessa menn,“ sagði vestrænn diplómat, sem tekið hefur þátt
í milliríkjaviðræðum þjóðanna. Sama skoðun kemur fram í
t. d. skrifum sovézkra fréttaskýrenda, sem túlka opinber
sjónarmið. Engu að siður verður að flýta sér hægt í
þessum efnum og gæta hófs, svo að tryggja megi jafnan og
313