Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Side 74

Eimreiðin - 01.09.1974, Side 74
EIMREIÐIN SAMSTARF I ORKUMÁLUM I sögu hverrar þjóðar markar áunnið frelsi ávallt tímamót, þótt framvindan verði síðan með ýmsu móti. I stjórnmálaum- ræðum samtímans deila menn gjarnan um það, hvort tiltekin atriði skerði frelsi, fullveldi eða sjálfstæði þjóðar eða stofni því í voða. Það vill þá oft gleymast, að engin þjóð er lengur frjáls í bókstaflegum skilningi. Engin þjóð er sjálfri sér nóg um aðdrætli eða menningarstrauma, engin þjóð er óliáð því, sem gerast kann utan landamæra hennar. Þróun efnaliags- og gjaldeyrismála, fæðuöflunar — og mengunarmála — eða ör- yggis- og stjórnmála, eru ekki einkamál neinnar einnar þjóðar eða heimshluta, heldur mótar beint eða óbeint atburðarásina um allan heim. Það er lenzka öfgahópa i ýmsum löndum að telja þátttöku í ýmiss konar milliríkjasambandi horfa til skerð- ingar á fullveldi eða sjálfstæði þjóðarinnar, þegar er í raun um það að ræða að tryggja þjóðinni áhrif og hlutdeild í ákvörð- unum og framvindu, sem hvort eð er snerta hana jafnt sem aðrar þjóðir. íslendingar hafa smám saman brotizt út úr kví landfræði- legrar, efnahagslegrar, stjórnmálalegrar og menningarlegrar einangrunar, enda var ])að ólijákvæmilegt i breyttum heimi. Öll skref, sem stigin liafa verið í þessu skyni. liafa mætt hat- rammri andstöðu hér innan lands, andstöðu. sem m. a. hefur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.