Eimreiðin - 01.09.1974, Síða 79
EIMREIÐIN
Höfundatal
KRISTJÁN DAVÍÐSSON listmálari fæddist í Reykjavík 1917. Hann
stundaði nám í myndlist hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem í Reykja-
vík og í Barnes-skóla í Bandaríkjunum 1945—1947. Kristján er nú list-
málari í Reykjavík.
ÞORVARÐUR HELGASON rithöfundur fæddist 1930 í Reykjavík.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952, nam síðan
árin 1953—1959 þýzku, franskar bókmenntir, leikhúsfræði, leik og leik-
stjórn við Vínarháskóla og í París og lauk doktorsprófi í leikhúsfræðum
við Vínarháskóla 1970. Þorvarður kennir við Menntaskólann í Hamra-
hlíð. Hann hefur gefið út skáldsögu og leikrit og smásögur eftir hann
verið fluttar í útvarp og birzt á prenti.
HELGI SKÚLI KJARTANSSON fæddist 1. febrúar 1949. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968, lauk B. A. prófi í sögu
og íslenzku frá Háskóla íslands 1972 og stundar þar nú framhaldsnám.
Helgi hefur gefið út bækur um sagnfræði og bókmenntir.
LÝÐUR BJÖRNSSON sagnfræðingur fæddist 6. júlí 1933 í Bakkaseli
í Strandasýslu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954,
lauk B. A. prófi í sögu og landafræði frá Háskóla íslands 1957 og kandí-
datsprófi með íslandssögu sem aðalgrein 1965. Lýður kennir við Verzl-
unarskólann. Hann hefur gefið út nokkrar bækur um sagnfræði.
PUBLIUS OVIDIUS NASO skáld fæddist í Sulmo á Ítalíu 43 f. Kr. Hann
nam lög og mælskulist í Rómaborg og heimspeki í Aþenu. Ovidius bjó í
Róm, þangað til Ágústus keisari sendi hann í útlegð árið 8. Hann lézt
árið 17, að því er talið er. Ummyndanir Ovidiusar, en efni þeirra sækir
hann í gríska og rómverska goðafræði og sagnir, hafa haft mikil áhrif á
bókmenntir og listir síðari alda.
GUNNAR KRISTJÁNSSON sóknarprestur fæddist á Seyðisfirði 18.
janúar 1945. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965,
lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1970 og meistaraprófi frá há-
skólanum í Boston í Bandaríkjunum 1971. Gunnar vígðist 1971 til Valla-
nessprestakalls og hefur gegnt því síðan.
JÓN HÁKON MAGNÚSSON fréttamaður fæddist í Reykjavík 12.
september 1941. Hann stundaði nám í stjórnmálafræðum og blaða-
mennsku við Macalester College í St. Paul-borg 1 Minnesota í Banda-
ríkjunum 1960—1964 og lauk þaðan B. A. prófi 1964. Síðan hefur Jón
Hákon aðallega starfað við blaðamennsku og er nú fréttamaður hjá
Sjónvarpinu.
A #fet»r«jT