Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1921, Side 21

Ægir - 01.01.1921, Side 21
ÆGIR 15 ælti að byggjast á undan vitannm á Kambanesi«. Tillagan samþykt i einu hljóði. V. Hafnarbœtur. Nefndin lagði fram svo hljóðandi tillögu: »Fjórðungsþingið lýsir yfir því, að þar sem sjósókn vélbáta um langan veg sé orðin svo dýr, að telja rnegi að hún sé óframkvæmanleg, þá beri að leggja fyllstu áherzlu á allar hafnarbætur á þeim stöð- um, sem liggja næst fiskimiðunum. Út af því leyfir fjórðungsþingið sér að skora á stjórn Fiskfélagsins að fá framkvæmda- rétt sem allrafyrst: 1. Rannsókn og umbætur á bátalegu á Hornafirði, svo véibátar geti verið tryggir fyrir isreki, og hin svo kölluð »Læna« verði dýpkuð svo að bátar geti farið eftir henni þó lágsjávað væri. 2. Að framkvæmdar verði hið bráðasta lendingabætur á Skálum á Langa- nesi«. Tillagan samþykt með öllum atkvæðuin. VI. Kosning fulltrúa á Fiskiþing. Þá fór fram kosning fulltrúa á Fiskiþing fyrir Austfirðingafjórðung til næstu 4 ára og hlutu þessir kosningu: Aðalfulltrúar: Bjarni Sigurðsson, hrepp- stjóri Eskifirði og Herin. Þorsteinsson, erindreki Seyðisfirði, báðir með 6 at- kvæðum. Varafulltrúar: Ingvar Pálmason, útvegs- bóndi Norðfirði með 6 atkv. og Sveinn Árnason, yfirfiskimatsmaður Seyðisf. með 5 atkv. Þá Iagði Bjarni Sigurðsson fram svo- hljóðandi tillögu: »Fjórðungsþingið lítur svo á, að hag- kvæmt sé að Fiskþing komi saman á hverju á þeim tíma sem alþingi er háð og leyfir sér að beina því til stjórnar Fiski- félagsins að undirbúa það mál fyrir næsta Fiskiþing«. Tillagan samþykt með öllum atkvæðum. VII. Kosið i stjórn ffórðungsþingsins. Forseti: Ingvar Pálmason, Norðfirði, endurkosinn. Ritari: Herm. Þorsteinsson, Seyðisf., endurkosinn. Varaforseti: Vil- hjálmur Árnason, Seyðisf., endurkosínn. Vararitari: Marteinn Þorsteinsson. kaupm. Fáskrúðsfirði með ölluin atkvæðum. Samþykt með öllum atkvæðum að næsta fjórðungsþing skyldi háð á Norðfirði. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir á þing- inu. — Þinginu slitið. Ingvar Pálmasson, Herm. Porsteinsson, (forseti). (ritari). Bjarni Sigurðsson, Vilhj. Arnason. Bjarni Nikulásson. Sig. Eiríksson. Li'iðvík S. Sigurðsson. Rétta útskrift staðfestir Vilh. Árnason varaforseti. Nýr gjörðardómur. Fyrir forgöngu Verzlunarráðs íslands hafir verið stofnaður hér í bænum í haust gerðardómur verzlunar- og siglingarmál- um. Var reglugerð fyrir dóminn samþykt 23. okt. f. á. Föstudaginu 14. janúar má segja að dómurinn hafi tekið til starfa. Þá var haldinn fyrsti aðalfundur hans og stjórn kosin. Ætlunarverk dómsins er að skera úr allskonar deiluin er rísa út af viðskiftum, framleiðslu, siglingum og vátryggingum. Dómnefndin sein heima á i Reykjavík er skipuð 24 mönnum og tilnefnir Verzlun- arráðið þá. Eru þeir úlnefndir til tveggja ára og gengur helmingurinn úr nefndinni

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.