Ægir - 01.09.1980, Síða 22
Anders Endal vék að því í fyrirlestri sínum, að
mjög erfitt væri að fá menn til að breyta frá hefð-
bundnum venjum og aðferðum í sjávarútvegi og
væru menn fastheldnari og íhaldsamari þarágömul
vinnubrögð og aðferðir en almennt væri í öðrum
atvinnugreinum. Sem dæmi um þetta nefndi hann
að allt frá bronsöld hefði öngullinn tekið litlum
sem engum breytingum, en alllangur tími er nú lið-
inn síðan FTFI hefði sannað að með smávægilegum
breytingum á lagi öngulsins mætti auka aflann á
línuveiðum verulega. Meðan menn fengjust ekki til
að taka upp og breyta jafn einföldum hlut þó að
blákaldar staðreyndir lægju fyrir um ágæti hans, þá
væri varla við því að búast að útgerðar- og fiski-
menn væru fáanlegir til að standa í miklum grund-
vallarbreytingum á veiði- og útgerðaraðferðum
sínum.
Þessar ivær gerðir linuöngla revndust fisknaslar við tilrauna-
veiðar FTFI.
Umfangsmiklar rannsóknir voru hafnar fyrir
nokkrum árum til að upplýsa hvernig fiskar brigð-
ust við og veiddust með venjulegum önglum. Við
rannsóknirnar var notast við neðansjávarsjón-
varpstökuvél og hegðun fjögurra fisktegunda gagn-
vart venjulegum beittum krók athuguð, bæði í
fiskbúri og sjónum sjálfum. Var gaumgæfilega
fylgst með fiskunum meðan þeir voru að kljást
við beituna og leiddu þær athuganir í ljós, að
fiskarnir festust sjaldnast á króknum við fyrstu
atrennu þeirra að beitunni og einkum voru þorsk-
arnir færir um að bíta oft án þess að veiðast. Við
þessar athuganir kom berlega fram að lögun öng-
ulsins var ekki þessleg að hann kræktist auð-
veldlega í fiskinn við leik hans að beitunni.
Við nánari athuganir og ýmsar tilraunir og breyt-
ingar á önglinum, kom í ljós, að lögun önguls-
ins þyrfti að vera í megindráttum þannig, að odd-
urinn benti á taumaugað, en þó aðeins á skjön við
470 — ÆGIR
legginn. Myndin sýnir þær gerðir öngla, sem fiskn-
astir reyndust. Við áframhaldandi tilraunir sern
fram fóru á fiskimiðunum sjálfum, var farið í þtJa
leiðangra þar sem aðaláherslan var lögð á að veiða
þorsk, í einum leiðangri var lagt fyrir ýsu og í þeim
fimmta var lagt fyrir löngu og keilu. Einn af þorsk-
leiðöngrunum var farinn á Lófótvertíðinni, en hinir
tveir voru farnir á vorvertíðinni úti af Finnmörk.
í Lófótleiðangrinum var gerður samanburður a
öngli merktum A á myndinni við hinn hefðbundna
öngul (jarn númer 8). Útkoman var sú að öngul'
A veiddi 12% betur en hinir.
í hinum tveimur þorskleiðöngrunum sem farnu
voru úti af Finnmörk var niðurstaðan hins vegar
sú að öngull A veiddi milli 33% og 34% betur en
hefðbundnu önglarnir. Mismuninn á milli leiðangr-
anna við Lófót og Finnmörk má útskýra með því að
á Lófótvertíðinni er þorskurinn yfirleitt gráðugu'
og kokgleypir oftar en í Finnmerkurmiðunum
þegar hann kokgleypir skiptir ekki miklu máli hver
lögun öngulsins er. Öngull B veiddi 23% betur en
venjulegur öngull í síðasta Finnmerkurleiðangru1'
um, en B önglarnir sem þar voru notaðir, voru
ekki með oddi sem benti á skjön við taumaugau
og töldu þeir er að þessu stóðu að mismunurin11
hefði orðið meiri ef svo hefði verið. Ýsuleiðang'
urinn var farinn í júlímánuði á Finnmerkurslóðina'
Þá veiddi öngull A 14% og öngull B 10% betur
en hefðbundinn öngull. í keilu- og löngulei
angrinum komu hinir nýju önglar einna best ut-
Riðill í nótaefni hnýttur tneð sexleggjamöskvum.