Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1980, Síða 58

Ægir - 01.12.1980, Síða 58
er Húnaröst ÁR-150 sem smíðað var úr stáli í Dan- mörku árið 1968 og hét þá Gissur hvíti. Árið 1977 var skipið lengt og yfirbyggt af skipasmíðastöð Njarðvíkur, og í maí á s.l. ári sigldi skipið til Har- stad í Noregi þar sem skipt var um aðalvél og skrúfubúnað. Skipið kom til landsins aftur í lok september og hélt jafnskjótt til loðnuveiða. í skipið var sett aðalvél frá Bergen Diesel, gerð Normo LDM-8. Vélin er átta strokka fjórgengisvél búin afgashverfli og eftirkælingu á fæðislofti sem skilar 1420 hö við 750 sn/mín miðað við 45°C véla- rúmshita og 32°C hita á sjó, miðað er við 750 mm Hg loftþyngd og 60% loftraka. Brennsluolíunotkun er gefin upp 153g/hö klst við 100% álag en vélin sem fór i Húnaröst eyddi á prufuplani 150g/hö klst og er þá miðað við brennsluolíu með 10100 kcal/kg hitagildi. Vélin tengist niðurfærslugír með tengsli og skiptiskrúfu- búnaði frá Volda Liaaen. Gerð ACC-500 Niðurfærsla 2.52:1 Snúningshraði skrúfu 298 sn/mín Skrúfa er frá Normo. Skrúfuhausinn er úr rið- fríu stáli en blöðin úr bronsi. Gerð skrúfu 54/4 Þvermál skrúfu 2000 mm Skrúfuhringur er frá A.M. Liaaen Gerð FN 2000/0.45. Hægt er að stjórna vél og skrúfu frá vélarúmi eða brú, þ.e. tengsli milli vélar og skrúfu, skrúfu- skurði, snúningshraða vélar og einnig er á báðum stöðum neyðarstöðvun vélar. Þessi stjórnbúnaður er loftstýrður nema neyðarstöðvunin sem er raf- stýrð. Með aðalvél og skrúfubúnaði er viðvörun- arkerfi frá Autromica, gerð KB6 ásamt fjaraflestri á afgasmælum. Allur sá búnaður, sem fór í Húna- röst ÁR er framleiddur af áðurnefndum norskum samstarfsaðilum en ábyrgð á búnaðinum í heild hefur BMV. Rétt er að geta þess að Akranesferjan Akraborg sem smíðuð var árið 1966 hjá Storviks Mek. Verk- sted og kom hingað til lands árið 1974, er búin tveim dieselvélum til framdriftar frá Bergen Diesel, gerð Normo LSCM-8. Vélarnar eru hvor um sig 1040 hö við 750 sn/mín. Umboðsaðili BMV á íslandi er Vélaverkstæði Björns og Halldórs, Reykjavík. Húnaröst ÁR-150 á reynslusiglingu eftir vélaskiptin á s.l. sumri. 674 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.