Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1981, Page 43

Ægir - 01.02.1981, Page 43
"Vatnsþrýstingur í lóðréttum sprungum og gjam”: „Sólarorkan veldur straumum í andrúms- loftinu, aðallega til austurs, og árstíðarbreytingin leiðir til þess—vegna núning milli lofts og jarðaryf- lrb°rðs— að snúningur jarðar er mishraður eftir árs- tíðum, og er sú breyting mælanleg eftir tilkomu atomklukkna. Hér eru átök, sem leiða til spennu í Jarðskorpunni af völdum ytri krafta.” Það eru ekki eingöngu árstíðabreytingar, sem þessu valda beldur einnig aukning í fareindageislum sólarinnar a lofthjúp jarðar vegna sólgosa og sólblossa. Síðastliðið ár voru gerðar mælingar á þessu og '°m þá í Ijós, að snúningur jarðar breyttist um 1 millisekúndu á tímabilinu 21. jan. til 7. febr. og °nnur breyting upp á 1.5 millisekúndu varð á tíma- b'linu 18. maí til 2. júní. Töldu menn mega rekja Petta til breytinga á lofthjúpnum. Ozon er efni í lofthjúpnum, sem hefur valdið talsverðum deilum og veldur reyndar enn. Erum v>ð, með því að nota „spraybrúsa,” að eyða þessu tauðsynlega efni úr lofthjúpnum? Þetta efni ver allt lífríki jarðar ofansjávar fyrir banvænum út- Jolubláu geislum sólar. Það hefur jafnvel verið talað um það, að rjúfa mætti ozonlagið yfir óvina- landi 0g eyða þannig lífi þar. Otfjólublá geislun er talin vera af þrennum toga sPunnin. UVa, sem er á bilinu 320 til 400 nano- metrar> en nanometri er einn þúsund milljónasti Partur af metra, er hún álitin skaðlaus og hún veld- ar bví að fólk verður sólbrúnt. UVb geislunin er á y gjulengdinni 280 til 320 nanometrar. Hún I elclci 1 8egnum rúðugler en veldur sólbruna. c er á bilinu 200 til 280 nanometrar. Hún er öfl- JfV* °8 hættulegust, og það er hún, sem ozonlag- > lofthjúpnum ver okkur gegn. . ZOnmagnið í lofthjúpnum er breytilegt eftir ^stiðum °g hnattstöðu. Mesta magnið er yfir ■rnsskautasvæðunum í marz og apríl, en dvínar Slöan ört í maí og júní. Vort sem það er tilviljun eða ekki, þá er það ist* reynú, að andlegt og líkamlegt þrek fólks virð- e>nnig dvina ört í sömu mánuðum, þ.e. í april °g maí. fvDeilurnar um hættuna af „spraybrúsunum” ^r>r ozon andrúmsloftsins hafa staðið síðan 1974. s dar>skir vísindamenn virðast nokkurn veginn m'k'T13*3 Um bað, hættan sé raunveruleg og 1 • Þeirra álit er, að skjótra aðgerða sé þörf. m^'n^amenn > Vestur-Evrópu halda því aftur á 1 fram að hættan sé ekki svo mikil og nægur tími sé til þess að athuga ástandið án lögboða þeg- ar í stað. Á brúsana er notað efni úr klórflúorkolefnasam- böndum, sem gengur undir vörumerkinu Freon. Talið er að efnin komist óskert upp í ozonlagið í 20 til 25 km hæð og eyði ozonmagninu þar. Þessi eyðing er talin vera um 2% á ári og muni hækka í 5% árið 2000. Ekki bætir úr skák sú tilgáta banda- rísks vísindamanns nýlega, að klórvetni frá sprengigosum valdi ef til vill jafnmikilli eyðingu á ozonmagni háloftanna. Vert er að benda á, að ozon er hættuleg lofttegund, sem veldur eitrun. Bandarískir flugliðar hafa kvartað undan ozon- eitrun á langtíma ferðunr yfir Kyrrahafið í 12-14 km hæð. Gosmekkir, sem ná upp fyrir veðrahvörfin, þ.e. upp i heiðhvolfin, hafa alltaf áhrif á veðráttuna við yfirborðið. Fíngert gosrykið svífur í nokkur ár Sunnudaginn 18. maí 1980 varð allmikið sprengigos ífjallinu Sl. Helens í Washingtonfylki í Bandaríkjunum. Mökkurinn náði í 18 km hœð, og talið er að um það bil 1 milljón tonn af ösku hafi borizt upp 1 háloftin auk brennisteinsgufunnar. Myndin sýnir gosöskuna í háloftunum yfir Bandaríkjunum 20. maí, en askan barst nokkrum sinnum umhverfis jörðu og mun sennilega valda örlítilli kólnun við yfirborðið. Höggbylgjan frá sprengigosinu mceídist á síritandi loftvog í höfuðborginni Washington 3 klst: og 20 mín. eftir gos í 3700 km fjarlœgð. Afstyrk bylgjunnar má ráða, að orkan í sprengjugosinu hef ur verið eins og í 10 megatonna vetnissprengju. Upplýsingar og mynd úr bandaríska tímaritinu Weatherwise, júníheftinu 1980. ÆGIR — 99

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.