Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1982, Síða 25

Ægir - 01.03.1982, Síða 25
g'°frjóvguðum hrognum, þau hvítna af fyrr ýr Ulc*Um ástæðum, og er þá auðvelt að tína þau með hrognum afj.^egar sýklar berast með hrognum frá foreldri til æmis> eru sýklarnir jafnan utan á hrognunum. Fósturvökvi £. ■ Ovatnsharðnað hrogn. B: Vatnsharðnað hrogn. Ul,iire p. e/lr‘,z ar,d RC. Lewis, 1976; Trout and Salmon 's 1 Bulletin 164, California). Undantekning fíá því er IPN-veiran svo nefnda, sem ýmist getur verið inni í eða utan á þeim. Einnig er talið víst að gerill sá er veldur nýrnaveiki geti borist inni í hrognum. Til eru sótthreinsunaraðferðir sem reynst hafa vel til eyðingar sýklum sem berast utan á hrognum, og má þar nefna böðun hrogna í joðlausn (t.d. buffodine). Slík efni verður þó, vegna eituráhrifa, að nota á þann hátt að þau berist ekki inn í hrogn- in. Þess vegna er ekki hægt að eyða IPN-veirum sem eru inni í hrognum, og verður að afla hrogna úr klakfiski sem laus er við IPN-veirur. Ekki er vitað til að IPN-veiran sé í laxfiski hér á landi. Árið 1975 hófust í Bandaríkjunum tilraunir með sótthreinsun hrogna úr fiskum með smitandi nýrnaveiki. Nýfrjóvguð hrognin eru böðuð í ery- thromycin-fosfat-vatnslausn meðan þau geta tekið í sig vatn. Hugmyndin með þessari aðferð er sú að fá inn í hrognin nægilegt magn af lyfinu til að eyða þeim gerlum sem þar kunna að vera (þetta lyf er óvirkt gegn veirum). Af þessum tilraunum hefur orðið góður árangur. Á síðustu árum hafa þó í nokkrum löndum verið einangraðir stofnar nýrna- veikigerla sem ónæmir eru fyrir þessu lyfi, og hef- ur það valdið áhyggjum. Eigi að síður þykir sjálf- sagt að nota þessa aðferð hér á landi, ekki síst vegna þess að smitandi nýrnaveiki hefur tvisvar komið upp í íslenskum eldisstöðvum, svo vitað sé, og valdið miklu fjárhagslegu tjóni. Þess hefur orðið vart að óeðlilega mikill og jafn- vel mjög verulegur hrognadauði hafi komið fram á ýmsum tímum hrognaþroskans, og hafa sumir jafnvel kennt um sótthreinsiefnunum. Jafnan hefur þó sótthreinsun hrogna tekist vel, og sýnist mér það benda eindregið til þess, að um aðra skýr- ingu sé að gæta. Ástæðan er umfram allt aukið hnjask vegna þeirrar meðhöndlunar sem hrognin þurfa að þola við sótthreinsun. Frá því hrognin renna úr fullþroska hrygnunni í ílát til frjóvgunar og þar til þeim er endanlega komið fyrir í klakbakkanum, eru þau skoluð, e.t.v. færð milli iláta og jafnvel flutt um lengri eða skemmri veg skömmu eftir vatnshörðnun. Til að draga úr hnjaski sem af sótthreinsun stafar, eru ýmsar leiðir færar, og mun ég ræða þær sem mér þykja heppilegastar á þessu stigi. Þar sem aðstæður eru mjög mismunandi á ýmsum stöðum, bæði til geymslu á klakfiski og til sótthreinsunar, þurfa menn e.t.v. að aðlaga mínar hugmyndir að staðháttum. ÆGIR — 129

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.