Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1982, Page 28

Ægir - 01.11.1982, Page 28
skautaseglið en það var þversegl með tveimur skautum. Seglið var fyrr á öldum ofið úr ull. Svo segir í Ferðaþók Eggerts og Bjarna, að ,,það hafi verið úr þunnum og fíngerðum ullardúk, sem of- inn var með líkum hætti og léreft. Dúkur þessi kallast einskefta og notar bændafólk hann í skyrtur.“ I Ferðabókinni er að vísu verið að lýsa seglbún- aði Kjalnesinga uppúr miðri 18du öld, en þaðan var þá róið litlum bátum í þann tíma, fjagra- mannaförum og niður í eins manns kænur. Það halda menn, að þetta efni hafi verið notað i segl frá fyrstu tíð hér við land á fiskibátum og allt fram 19du öld. Lúðvík segir (íslendingar og hafið) að seglið ,,hafi oftast verið úr vaðmáli eða heima- ofið úr tvisti. Tíðkuðust segl úr slíku efni allar götur þangað til síðla á öldinni sem leið. “ Það er trúlegt, að segl hafi ekki verið notuð framan af öldum á minnstu bátunum. Á stærri fiskibátum er glöggt af sögunum að segl hafa verið mikið notuð frá fyrstu tíð. Það er ástæða til að endurskoða eitthvað al- menna skoðun fræðimanna á siglingagetu á fyrstu öldum íslandsbyggðar, þegar íslendingar voru sem mestir sæfarendur. Skipskjölurinn er uppfinning norrænna manna að talið er og þessi kjalsmíð ein orsök þess árang- urs, sem norrænir menn náðu umfram aðra sína samtíðarmenn á um skeið. Kjölurinn gerði mönnum auðveldara að stöðva skipið á stefnu og gerði það einnig mögulegt að beita í vind, sem hefur verið nær ógerningur á kjal- lausu skipi. Menn hafa haldið, að norrænir menn hafi ekkert getað beitt í vind með þverseglinu. Það er auðvitað, að þeir hafa ekki getað beitt með því segli einu, eins og með fram- og afturseglunum síðar, en beitt eigi að síður í skaplegum vindi, ef annað skautið var strengt framí barka en hitt aftur í skutröng. Það er talað um að þeir hafi lagtzt í rétt á kaupskipunum, og það halda menn að hafi þýtt að þeir hafi látið flatreka. Þessi skip, knerrirnir, háir á sjónum og lausir á kjölnum voru ekki til þess fallin að láta þau flatreka í roki og stórsjó. Djúpskreið skip verja sig vel á reki, ef þau líka eru það stór að frá þeim myndist straumröst, sem slær á brotsjóa, en þessi léttu skip fornmanna hafa ekki verið vel fallin til reks í foráttuveðrum. Það er áreiðanlega merkingin með orðunum ,,að leggjast í rétt,“ að skipunum var lagt til, eins og það heitu a seglskipamáli, en þá er seglum hagrætt þannig a skipið horfir við vindi, flatrekur ekki. Auðvitað hefur þetta ekki verið eins hægt me einu saman skautaseglinu eins og fram- og aftur seglum síðar, en eigi síður trúlega hefur verið hæS að hagræða þessu segli svo, að skipið hélclis nokkuð að vindi. Það úir og grúir af sögninni o beita í sögunum: —Flóka beit ekki fyrir Reykjanes— —En er þeir Önundur lögðust í nauðbeitu þá testlS ráin— .. —Þá tók einn maður til máls og mælti við Le^; ,,Hví beitir þú svo mjög undir veður skipinU' Leifur hafði séð á undan mönnum sinum sker og því menn og hann svarar: . —,,Nú vil ég að við beitum undir veðrið, svo vér náum til þeirra.“ Slík dæmi eru fjölmörg í fornum sögum, h1IlS vegar er því hvergi lýst fremur en verklagi yfir*el hvernig þeir hagræddu seglinu. . , Það er auðvitað, að þótt þeir gætu beitt í vlU ’ þá dugði þessi seglabúnaður, skautaseglið el ’ ekki ævinlega til þess, að þeir næðu undir lan ’ þar sem þeir ætluðu að taka höfn, ef vindurinn v þrálátur aflandsvindur. Það gat reynzt seglskiP3 mönnum síðar erfitt, þótt seglabúnaður v meiri. Menn hafa viljað skýra hina löngu hrakninga’ stundu allt frá íslandsströndum og suður að Br landseyjum með því, að þeir hafi verið bjarg lausir á reki. Hitt er líklegra, að þegar þeir e ^ gátu haldið sér við eða varið skipið með þvl leggja því í rétt, hafi þeir notað það ráðið, se^ seglskipamenn hafa notað á öllum tímum, seIT1var að láta flakka undan á horni af seglinu. Þetta eina leiðin til að verja seglskipin í foráttuveðr Þá var alveg sama, hversu góður seglbúnaður var það þýddi ekki að leggja því til, skipinu s^ alltaf frá vindi og lá þá flatt fyrir brotsjóum, Þe® komið var ofsaveður. r Þá var fangaráðið að láta flakka undan. Þettn eina skynsamlega skýringin á hinum löngu hr ingum. Þessi flatrekskenning milli landa Pa engan veginn við menn, sem héldu upp re® bundnum siglingum um Norðaustur-Atlantsh 588 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.