Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Síða 16

Ægir - 01.12.1989, Síða 16
632 ÆGIR 12/89 magn og þjónustu ásamt frelsi fyrir fólk að flytjast á milli og starfa í öllum löndum Evrópubandalags- ins. Við verðum að fá aukið frelsi í viðskiptum með sjávarafurðir til þess að við getum staðið jafnfætis öðrum þjóðum, verið samkeppn- isfærir á erlendum mörkuðum og verið samkeppnisfærir innbyrðis um það hráefni sem við þurfum, til þess að geta unnið íslenskt sjáv- arfang á Islandi. Viðfangsefni mitt bér í dag er fyrst og fremst að ræða áhrit' þeirra breytinga, sem nú eiga sér stað í Evrópu, á þróun íslensks sjávarút- vegs. Bókun 6 var góður kostur á sínum tíma Það er ekki nokkur vafi á því, að samningurinn sem gerður var 1972, var íslendingum mjög hag- stæður. Bókun 6, um viðskipti Islendinga með sjávarafurðir við Evrópubandalagið, ýtti mjög veru- lega undir þau miklu og góðu við- skipti sem við höfum átt við Evrópu- bandalagið á undanförnum árum. En frá því að samningurinn var gerður árið 1972, eru nú að verða liðin 18 ár og Ijóst er að frá þeim tíma hafa orðið mjög verulegar breytingar á samskiptum íslands og Evrópubandalagsins: - Frá árinu 1972 hefur Evrópu- t bandalagið stækkað, fyrst með inngöngu Grikklands og árið 1986 með inngöngu Spánar og Portúgals. Þetta hefur að sjálf- sögðu mikil viðskiptaleg áhrif á íslendinga þar sem Grikkland, Portúgal og Spánn kaupa m.a. rúm 80% af allri saltfiskfram- leiðslu íslendinga. - Miklar breytingar hafa orðið á flutningatækni á undanförnum árum sem auka til muna það vöruúrval sem hægt er að bjóða inn á markaði Evrópubanda- lagsins frá þeim tíma þegar samningurinn var gerður árið 1972. Má þar nefna ýmsar afurðir unnar úr ferskum fiski og seldar eru í fersku formi inn á markaðinn. - A Islandi, hafa á undanförnum árum verið að þróast nýjar atvinnugreinar, svo sem fiskeldi í stórum stíl, sem þurfa aukið frelsi til þess að markaðssetja sínar afurðir. — Síðustu árin het'ur einnig orðið veruleg breyting á áherslum fiskiðnaðarins þar sem í stór- auknum mæli er verið að vinna íslenskar sjávarafurðir í neyt- endapakkningar og selja á er- lendum mörkuðum. — Þegar samningurinn var gerður náði bókun 6 yfir um 70% af útflutningi íslendinga til Evrópu- bandalagsins en nú nær hún aðeins til um 60% útflutnings- ins. Lauslega áætlað eru greiddir tollar að upphæð á annan milljarð króna t’yrir íslenskar sjávarafurðir sem fluttar eru til Evrópubandalags- ins. - í síðasta lagi hefur orðið veruleg breyting innan Evrópubanda- lagsins frá 1972, þar sem árið 1983 gekk í gildi sameiginleg fiskveiöistefna Evrópubanda- lagsins, þar sem öll mál sem tengjast fiskveiðum, fiskvinnslu eða fiskdreifingu eru með- höndluð af stjórninni í Brússel, en ekki af einstökum aðildar- ríkjum. Þessi breyting frá árinu 1972 hefur mikil áhrif, bæði hvað varðar almenna stefnu- mörkun, fjármögnun og styrk- veitingar sem renna til sjávarút- vegsins í Evrópubandalaginu. Á árunum 1987-1992 verður t.d. veitl til sjávarútvegsmála í Evr- ópubandalaginu, milljörðum ECU á þessu 5 ára tímabili, eða 70 millj- örðum íslenskra króna. Sú upp- hæð er á ári meiri en allur árlegur brúttó útflutningur íslendinga á saltfiskafurðum. Rétt er að leggja áherslu á, að hér er aðeins um að ræða styrkveitingar Evrópubanda- lagsins, en einstök lönd og héruð innan Evrópubandalagsins leggja oft jafnháa upphæð á móti Evrópu- bandalaginu til ýmiss konar fram- kvæmda og fjárfestinga. Er því óhætt að hækka þessa tölu veru- lega ef meta á heildarsiyrki Evrópu- bandalagsins til sjávarútvegsins á ári hverju. Ljóst er, að á meðan um slíkar styrkveitingar er að ræða, getur sjávarútvegur innan Evrópubandalagsins á engan hátt fallið undir þau almennu lögmál sem ættu að gilda um frelsi í við- skiptum með sjávarafurðir og sam- keppnisstaða íslensks sjávarútvegs verður sem því nemur erfiðari. Sjávarútvegsstefna EB byggir m.a. á tollum, kvótum og styrkjum Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í meginatriði sjávarútvegs- stefnu Evrópuþandalagsins, ég ræddi hana á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðvanna fyrir ári, þar sem margir hér voru viðstaddir, og er sú ræða til ef menn hafa áhuga á því að kynna sér hana nánar. Rétt er þó að ítreka megin- markmið þessarar sameiginlegu stefnu Evrópubandalagsríkjanna. Þau eru: a) Að tryggja verndun fiskstofna og úthlutun kvóta innan þeirrar eigin landhelgi. b) Að efla innviði sjávarútvegsins með tæknivæðingu, hafnarað- stöðu og innri uppbyggingu og tryggja að fiskiskip og fisk- vinnsla sé alltaf samkeppnis- fær. c) Að tryggja nægilegt framboð af fiski af þeim tegundum og gæðum sem markaðurinn krefst, um leið og afkoma þeirra sem stunda veiöar og vinnslu sé tryggð.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.