Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1990, Page 22

Ægir - 01.02.1990, Page 22
74 ÆGIR 2/90 endavörur og ganga á vöktum eins og aðrar verksmiðjur eða leggjast af ella. Þá er líklegt að hráefnið verði í meira mæli frystur fiskur í stað ísfisks. Vinnslunýting Við þessar miklu breytingar á útgerð og vinnsluaðferðum hafa að sjálfsögðu komið upp vanda- mál, jafnvel þó að frystitogararnir hafi lengst af staðið upp úr hvað varðar rekstrarafkomu í saman- burði við aðra útgerð og fisk- vinnslu. Þau vandamál sem mest hefur verið fjallað um hingað til lúta að nýtingarmálum og stjórnun fisk- veiða. Eftirfarandi atriði ráða mestu varðandi vinnslunýtingu um borð. -Mannskapur -Ástand afla -Aflamagn —Vélar/vi nnsl uferi 11 -Aðstaða um borð í núverandi kerfi við stjórnun fiskveiða er þannig háttað að allur afli upp úr sjó er reiknaður út frá sama nýtingarstuðli fyrir alla togarana. Stuðullinn hefur líka verið nær óbreytanlegur hvort sem raunveruleg nýting hefur batnað eða versnað. Slæma nýtingu hefur því verið hægt að bæta sér upp með þvi að veiða meira. Aðstöðumunur við vinnslu í landi er hér mjög mikill auk þess sem menn fá enga umbun fyrir að fara vel með rétt sinn til fiskveiða. Það er því mikið réttlætismál allra sem stunda veiðar og vinnslu sjáv- arafla að reiknaður afli sé sem næst raunveruleikanum. Það er hins vegar misskilningur að það kosti ekkert að veiða meiri fisk til að bæta upp slæma nýt- ingu, en það kostar meiri olíu og lengir úthald. Kvótinn ásamt nýtingarstuðlinum ákvarða hve mikið má koma með að landi. Markmiðið hlýtur því ávallt að vera að koma með þau verðmæti að landi sem kvótinn leyfir með því að veiða sem minnst. Önnur atriði sem koma upp í hugann og lúta að nýtingu eru tekin upp hér á eftir. Til dæmis er mjög mikið atriði að veiðarnar stjórnist af afköstum vinnslunnar en ekki öfugt. Það kemur mjög niður á nýtingunni ef fiskurinn verður meira en 10 stunda gamall, auk þess sem afköstin minnka þá einnig. Væri mjög til bóta ef hægt væri að ísa fisk sem þarf að bíða svo lengi. Afköst vinnslunnar um borð eru að öllu jöfnu mest og nýtingin einnigef fiskurinn er unn- inn nýdauður, fyrir dauðastirðn- Mynd 2. Skipting heildarfrystingar Sjófryst I l Landfryst Mynd 3. Áhrif nýtingar á aflaverðmæti (m. v. verð í ág. 89) un.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.