Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1990, Side 28

Ægir - 01.02.1990, Side 28
80 ÆGIR 2/90 ÁRSVERK í hÐNAÐ11987 tAna&ur ótalinn annars staöar Plastvöruiönaöur Ðurstagerö ákartvörugerö, góömálmasmlöi Smíöi og viögeröir mœlitækja Skipasmlöi og skipaviögeröir Smföi og viögeröir raftækja Málmsmlöi, vólaviögeröir Alframleiösla Kfsiljárnframleiösla Steinsteypu- og annar stein.iön Grjót-, malar- og sandnám Semenlsgerö Lelr- og postullnsiönaöur Gleriönaöur Asfalt- og tjðrupappagerö Sápu- og þvottaefnagerö Málningar-, lakk- og llmgerö Kemfskur undirstööuiönaöur Gúmmívörugerö, hjólbaröaviög Skinna- og leöurvöruiönaöur Bóka- og blaöaútgáfa Bókband Prentmyndagerö Prentun Pappa- og pappfrsvörugerö Húsgagna- og innróttingasmföl Annar trjávöruiönaöur Framl. á öörum tilb. vefn.vörum Fataframleiösla Skógerö og -viögeröir Veiöarfæraiönaöur Prjónavönjframleiösla Ullarþvottur, spuni og vefnaöur Ol- og gosdrykkjagerö Annar matvælaiönaöur Sælgætisgerö Kexgerö Brauö- og kökugerö Niöursuöuiönaöur Slátrun og kjötiönaöur 2000 2500 3000 Það voru 72 iðnnemar í námi hjá fyrirtækjum í þessari grein árið 1970 og um eitt hundrað á átt- unda áratugnum, hjá einungis tveimur skipasmíðastöðvum. Fram- farir voru margþættar, verklega og tæknilega. Nú er hinsvegar fjöldi skráðra nema í stálsmíði á öllu landinu einungis 27 talsins og starfsemi stöðvanna er fyrir neðan hættumörk. Augljóst er hvert stefnir um þessar mundir. Þrjár stöðvar hafa verið lýstar gjald- þrota, nokkrar sagt upp starfs- mönnum sínum en auk þess hafa sumar af betri vélsmiðjum lands- ins hætt störfum. Ástæðan er að stjórnvöld hafa stýrt helstu verk- efnum í nýsmíði úr landi með fast- gengisstefnu slitinni úr nauðsyn- legu samhengi við aðra mikilvæga þætti, hávaxtastefnu og með því að mæla með því að nýta erlendar niðurgreiðslur, þótt þær brjóti í bága við samkomulag milli þjóða, sem við eigum aðild að. Þessu stefnuleysi þarf að snúatil betri vegar. Skipasmíðastöðvarnar verða líka að efla markaðs- setningu erlendis, til þess að geta fyllt upp í skörð sem myndast á heimamarkaði. Ýmist vegna erf- iðra ára, þ.e. aflabrests, eða vegna óheppni stjórnvalda með ákvarð- anatöku. Það þarf engar þvingunarráð- stafanir til þess að íslenskir útgerð- armenn semji við innlendar stöðvar, þeir hafa góða reynslu af innlendri smíði. En það þarf viöunandi lánafyrirkomulag, svo sambærilegt sé við aðra. Það þarf að tryggja að stjórn- völd stöðvi ekki smíði skipa í miðjum klíðum eins og átti sér stað 1983. Kostnað af slíkri tiltekt getur enginn borgað. Þess háttar ákvarðanir stjórnvalda virðast ein- kennast af skammtíma sjónarmið- um, en þurfa auðvitað að markast at' víðsýni og langtíma sjónarmið- um. Stáliðnaðurinn er stór þáttur Stáliðnaðurinn er stór þáttur og mikilvægur í okkar þjóðfélagi, eins og öðrum tæknivæddum þjóðfélögum. Það er því mikil- vægt að búa sæmilega að honum. StærðarhIutfölI má sjá af súluriti hér fyrir ofan. Það sýnir ársverk í iðnaði 1987, og er fengið frá hag- sveifluvog iðnaðarins. Geta skal þess að þarna hefur ársverkum í skipasmíðum fækkað um sem næst 50% á fáum árum. Ársverk í áli eru fá í samanburði við stáliðnaðinn, þótt góð séu með annarri vinnu. Hugvit og hagleiki Andrés Gunnarsson vélstjóri teiknaði fullburða skuttogara árið 1936, en menn hér voru ekki í stakk búnir að átta sig á hversu merkileg uppfinning var á ferð- inni. Breskt fyrirtæki komst að hugmyndinni og smíðaði eftir henni. Ég nefni þetta vegna þess að ég tel nokkuð á skorta að við kunnum að meta og nýta ýmis verðmæti sem við eigum í fórum okkar en töpum stundum út úr höndunum, fyrir skammsýni, eða lítið úthald Þessari fámennu þjóð veitir ekki af að nýta eins og unnt er hæfi- leika sína og kunnáttu. Við þurfum ekki að ala með okkur neina minnimáttarkennd gagnvart vinum okkar og frændum í ná- grannalöndunum. Nóbels skáldið að Gljúfrasteini gerði betur en flestir þeirra. Við höfum hannað og smíðað betri skip en flestir þeirra. í stórum hluta flotans eru vönduð spil smíðuð í Garðabæ hjá Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar. Stýrum skútunni lítið eitt betur, þá mun okkur farnast vel. Höfundur er tæknifræðingur og framkvæmdastjóri.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.