Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 13
1/92 ÆGIR 5 ungis um að ræða heiIdaraflatölur hverrar tegundar heldur þarf að fá nákvæmar tölur um hve mikið veiðist í hvert veiðarfæri á hverju timabili og svæðum. Þá er mjög mikilvægt að þessar upplýsingar berist hratt til Hafrannsóknastofn- unar ekki síst í Ijósi þess að fisk- veiðiárið hefst nú fjórum mán- uðum fyrr en áður var. Þá er mjög nauðsynlegt að hafa næg sýni úr aflanum og eðlilegast er að þau sýni séu tekin eftir veiðarfærum, tímabilum og svæðum í sem nánustum tengslum við þann afla sem berst á land. Þessi sýni eru lengdarmæld, aldurs- lesin, kyngreind og stundum vegin, oft er hver fiskur veginn. Sem dæmi má taka að oftast eru um 100.000 þorskar lengdar- mældir og um 20.000 aldurs- greindir. Út frá aflatölum, lengd- armælingum og aldursgreiningum er síðan reiknaður svokallaður aldursgreindur afli en þá er átt við að reiknað er hve mikið hefur veiðst af hverjum árgangi á til- teknu ári. Allt frá árinu 1973 höfum við fengið veiðiskýrslur frá um 40 togurum. Samtals eru þetta nákvæmar upplýsingar um meira en 800.000 tog sem tekin hafa verið á íslandsmiðum síðastliðin 18 ár. Þar er m.a. að finna upplýs- ingar um staðsetningu, aflamagn og samsetningu aflans. Þessar upplýsingar hafa fyrir löngu verið tölvuvæddar á Hafrannsóknastofn- un. Þá höfum við undanfarin 4 ár fengið veiðiskýrslur frá megin- hluta bátaflotans. Notin af svo stuttri tímaröð eru þó ennþá tak- mörkuð. Út frá veiðiskýrslum og aldursgreindum afla eftir tíma og svæðum fáum við svokallaðar stofnvísitölur. Stofnmæling botnfiska Þar sem fiskiskipafloti lands- manna verður stöðugt afkasta- meiri og betur búinn tæknilega séð er Ijóst að nauðsynlegt er að fá stofnmat sem er óháð fiskiskipa- flotanum. Þá er einnig nauðsyn- legt að kanna hve mikið er af ung- fiski, þ.e.a.s. eins til þriggja ára fiski, áður en veiðar hefjast á við- komandi árgöngum. Það er m.a. af þessum sökum að verkefnið Stofnmæling botnfiska, þ.e. tog- ararallið svonefnda, var skipulagt haustið og veturinn 1984/1985. En eins og kunnugt er voru þá leigðir 5 togarar til verksins. Fyrsta 2- mynd. Ferill þriggja árganga (1973, 1980 og 1983) í þorskveiðinni. Sýnt er hve margir fiskar veiðast í hverjum aldurs- 'lokki í milljónum talið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.