Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 13
1/92
ÆGIR
5
ungis um að ræða heiIdaraflatölur
hverrar tegundar heldur þarf að fá
nákvæmar tölur um hve mikið
veiðist í hvert veiðarfæri á hverju
timabili og svæðum. Þá er mjög
mikilvægt að þessar upplýsingar
berist hratt til Hafrannsóknastofn-
unar ekki síst í Ijósi þess að fisk-
veiðiárið hefst nú fjórum mán-
uðum fyrr en áður var.
Þá er mjög nauðsynlegt að hafa
næg sýni úr aflanum og eðlilegast
er að þau sýni séu tekin eftir
veiðarfærum, tímabilum og
svæðum í sem nánustum tengslum
við þann afla sem berst á land.
Þessi sýni eru lengdarmæld, aldurs-
lesin, kyngreind og stundum
vegin, oft er hver fiskur veginn.
Sem dæmi má taka að oftast eru
um 100.000 þorskar lengdar-
mældir og um 20.000 aldurs-
greindir. Út frá aflatölum, lengd-
armælingum og aldursgreiningum
er síðan reiknaður svokallaður
aldursgreindur afli en þá er átt við
að reiknað er hve mikið hefur
veiðst af hverjum árgangi á til-
teknu ári.
Allt frá árinu 1973 höfum við
fengið veiðiskýrslur frá um 40
togurum. Samtals eru þetta
nákvæmar upplýsingar um meira
en 800.000 tog sem tekin hafa
verið á íslandsmiðum síðastliðin
18 ár. Þar er m.a. að finna upplýs-
ingar um staðsetningu, aflamagn
og samsetningu aflans. Þessar
upplýsingar hafa fyrir löngu verið
tölvuvæddar á Hafrannsóknastofn-
un. Þá höfum við undanfarin 4 ár
fengið veiðiskýrslur frá megin-
hluta bátaflotans. Notin af svo
stuttri tímaröð eru þó ennþá tak-
mörkuð. Út frá veiðiskýrslum og
aldursgreindum afla eftir tíma og
svæðum fáum við svokallaðar
stofnvísitölur.
Stofnmæling botnfiska
Þar sem fiskiskipafloti lands-
manna verður stöðugt afkasta-
meiri og betur búinn tæknilega
séð er Ijóst að nauðsynlegt er að fá
stofnmat sem er óháð fiskiskipa-
flotanum. Þá er einnig nauðsyn-
legt að kanna hve mikið er af ung-
fiski, þ.e.a.s. eins til þriggja ára
fiski, áður en veiðar hefjast á við-
komandi árgöngum. Það er m.a.
af þessum sökum að verkefnið
Stofnmæling botnfiska, þ.e. tog-
ararallið svonefnda, var skipulagt
haustið og veturinn 1984/1985.
En eins og kunnugt er voru þá
leigðir 5 togarar til verksins. Fyrsta
2- mynd. Ferill þriggja árganga (1973, 1980 og 1983) í þorskveiðinni. Sýnt er hve margir fiskar veiðast í hverjum aldurs-
'lokki í milljónum talið.