Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 10
2 ÆGIR 1/92 Frjáls olíusala og flutningsjöfnun Frá því hefur verið skýrt að í undirbúningi sé frum- varp til laga um frjálsa olíusölu. Ekki veit ég hvaða frelsi er ráðgert að veita umfram það sem þegar hefur verið gert því að frumvarpið hefur ekki ennþá verið lagt fram að því er ég best veit. Hins vegar hefur verið skýrt frá því opinberlega að það hafi verið tekið til umræðu í þingflokkum þeim sem standa að ríkis- stjórninni og einn ráðherra hefur sagt álit sitt á einu efnisatriði þess í viðtali við sjónvarp og þar að auki hefur verið skýrt frá því í dagblaði að um þetta sé ekki fullt samkomulag. Það er einmitt þetta efnisatriði sem ég vil ræða hér. Betra hefði verið að bíða þangað til frumvarpið hefur verið lagt fram, en hins vegar er það ekki á hverjum degi að ég skrifa í Ægi, þannig að ég kýs að fjalla um þetta nú og vitna þá til þess sem ráðherrann sagði. Þar að auki er oft betra að leggja orð í belg áður en mál eru komin of langt. Málið fjallar um að hætta flutningsjöfnun á olíu. Olíuvörur yrðu ódýrari á fáeinum höfnum en annars staðar á landinu ef hætt yrði að jafna flutningskostn- aðinn. Fram að þessu hefur verð á olíuvörum verið það sama alls staðar á landinu. Það hefur þótt eðlilegt og sjálfsagt að allir byggju við sama verð án tillits til búsetu. Ljóst er að ef þetta nær fram að ganga þreng- ist mjög fyrir dyrum á smærri stöðum og gæti jafnvel orðið dropinn sem fyllti mælinn. Ef olía í útgerðarbæ verður dýrari en til dæmis á Akureyri eða Reykjavík, er Ijóst að útgerðin þar stæði höllum fæti. Fyrr eða síðar flytti útgerðin sig um set, þangað sem meiri möguleikar væru á að þrífast. Þegar útgerðin er farin er tilverugrundvöllur byggðarinnar að mestu horfinn. En ráðherrann, sem áður var vitnað til hafði ekki áhyggjur af þessu, enda hafði hann í sjálfu sér ekkert á móti flutningsjöfnun. En hann sagðist engar áhyggjur hafa af henni, olíufélögunum væri treyst- andi til að annast sjálf flutningsjöfnun fyrir sína við- skiptavini. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig. En gallinn er að það stenst ekki. Vissulega er olíufélögunum treystandi til þess að jafna út flutningskostnað olíunnar til sinna viðskiptavina. En málið fjallar ekki um það. Það sem skiptir máli er að olíufélögin geta ekki jafnað flutningskostnaðinn án þess að allir taki sameiginlega þátt í þeirri jöfnun. Gísli Ólafsson lætur af störfum Eftir 35 ára starf hjá Fiskifélagi íslands lét Gísli Ólafsson af störfum um síðustu áramót. Gísli hefur starfað við hönnun og prófarkir Ægis þessi ár og eru honum þökkuð heilladrjúg störf fyrir Ægi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.