Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 51

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 51
ÆGIR 43 1/92 svipað hjá báðum kynjum í hvoru sýninu fyrir sig. í mars var fiskur- inn á stigi IV, þ.e. nýlega hrygndur en í nóvember á stigi II, þ.e. hrogn og svil voru að þroskast. Þetta bendir til þess að búrfiskurinn í Norður Atlantshafi hrygni að vetrarlagi eins og við Ástralíu og Nýja-Sjáland, þ.e. hér í ca jan.-mars, en þar í júní- ágúst.' Enginn fiskanna var með út- hverfan maga. Hins vegar var innihald yfirleitt lítið og mikið melt svo erfitt var að greina hver fæðan hafði verið. Af því sem greina mátti, var mest um krabba- dýr (djúprækju) og leifar af fiskum t.d. laxasíldum. Reynt var að ákvarða aldurinn með því að rýna í kvarnirnar (mynd 1). Þær eru mjög erfiðar viðfangs. Við reyndum við þetta nokkur okkar á Hafrannsókna- stofnun. Niðurstaðan var sú, að við töldum að sumar kvarnirnar væru alfarið óhæfar til aldursák- vörðunar og vorum sammála um að vafasamt væri að hægt væri að aldursgreina með hefðbundnum aðferðum eftir kvörnum úr svona stórum fiski. Breyting á sér stað í kvörnunum þar sem okkur bar saman um að fiskurinn væri 16- 20 ára. Ætla má að þessi breyting eigi sér stað eftir að fiskurinn hrygnir í fyrsta sinn, og gæfi þá til kynna aldur við kynþroska á okkar slóðum. Það skal tekið fram að sýnin voru of lítil til að draga af þeim víðtækar ályktanir. Þó er rétt að líta á eftirfarandi: Búrfiskurinn, sem veiddist við ísland var mun stærri (43-51 sm SL, meðal. 46,3 SL og um 3 kg að þyngd) en sá sem veiðist við Nýja-Sjáland og Ástralíu (30—40 sm SL, 1.5 kg að þyngd), jafnvel þótt borið sé saman við þann sérstaklega stóra fisk (35-50 sm SL, ml 42 sm SL, meðalþ. 2,4 kg) sem veiddust undan SA-Tasmaníu. Möguleikar á búrfiskveiðum í N-Atlantshafi Sovéskar rannsóknir greina frá að veiðst hafi nokkrar tylftir af búrfiski, allt að 60 sm löngum, í apríl 1964 undan V-Grænlandi á 620-680 m dýpi. Seinna hafi þeir veitt einstaka fiska 15-30 sm Nynd /. Búrfiskkvarnir eru all frábrugönar í útliti frá þvi sem viö eigum aö venjast. Kvörnin til vinstri er úr 62 sm búrfiski en sú til hægri úr 46 sm djúpkarfa. Ljósm. Gunnar B. Guðmundsson. langa á miklu dýpi við ísland, V- Grænland og á djúpslóðinni vestur af Hebridseyjum og írlandi. í N-Atlantshafi er fyrst vitað um meiriháttar afla vestur af Bret- landseyjum í byrjun áttunda ára- tugarins. Hann fékkst við togveiði- tilraunir á miklu dýpi. Á árunum 1978 og 1979 lönduðu þýskir togarar nokkrum tugum tonna af búrfiski í Þýskalandi og fengu gott verð fyrir. Þennan búrfisk veiddu Deir í tengslum við blálönguveiðar á 800-900 m dýpi í „vestur- evrópska landgrunnshallanum". I togveiðitilraunum á miklu dýpi (1000-1500) á Rockall-Porcup- ine svæðinu árin 1983 og 1984 varð vart við búrfisk, en aðeins fáeina fiska, 11-36 sm SL að lengd. Frakkar hófu búrfiskveiðar á árinu 1991 sennilega á þessu svæði. Sé náttúra þessa fisks að safnast saman í hlíðum neðansjávarfjalla hafdjúpanna, þá kynnu að vera ýmsir möguleikar fyrir hendi í N- Atlantshafi, t.d. á Reykjaneshrygg. Það er þó vafasamt, að við getum búist við uppgangi í veiðum eins og í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Hér hefur víða verið reynt og veitt á 800-1000 m dýpi, án þess að rekast á búrfisk að ráði. Svæði það, sem hann hefur veiðst á hér við land virðist mjög takmarkað. Þess vegna er frekar að vænta megi þess að hann verði einhver kærkomin búbót eða viðauki við annan afla. Kynþroskastig fisksins sem hér veiddist í mars bendir til þess, að hann hafi hrygnt ekki mjög langt undan. Hrygningastöðvar hljóta að vera einhversstaðar við land- grunnshallann í norðanverðu N- Atlantshafi. Það er einmitt á hrygningartímanum sem aðalveið- in fer fram við Ástralíu og Nýja- Sjáland þar sem hann safnast saman við einstaka tinda. Rétti tíminn til að leita að hrygnandi búrfiski á okkar hafsvæðum myndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.