Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 31
ÆGIR 23 1/92 staðalfrávikið er því áreiðanlegri telst stofnvísitalan. Sé þessi mæli- kvarði notaður hefur nákvæmnin verið minnst 1985 og 1989 (stað- alfrávik=16%, 18. mynd) en mest 1990 (8%). á árinu 1991 mældist staðalfrávik einnig tiltölulega lágt eða um 10%. Ýsa Stofnvísitala ýsu reyndist nú 263 þús. tonn sem er töluvert lægra en mældist á árunum 1989 og 1990 en þá mældist stofnvísi- talan um 360 þús. tonn. Árin 1985 og 1986 var stofnvísitala ýsu um 250 þús. tonn (16. mynd). Árið 1987 þegar stóru árgangarnir frá 1984 og 1985 bættust í stofn- inn hækkaði stofnvísitalan í 373 þús. tonn og var nokkuð svipuð (332-273 þús. tonn) árin 1987- 1990. Enda þótt vísitala ýsustofnsins hafi lækkað árið 1991 eru góðar líkur á vaxandi stofni á næstu árum vegna góðrar nýliðunar. Vísitölur eins og tveggja ára ýsu af árgöngum 1989 og 1990, skv. mælingum í mars 1990 og 1991 (sbr. 10. og 11. mynd), benda til þess að þessir árgangar séu sterkir og muni leiða til vaxandi stofn- stærðar á næstu árum. Breytileiki í nákvæmni á mæl- ingu ýsustofnsins hefur verið all- nokkru meiri en hjá þorski, eða 9—23% og mældist nú um 12% (18 mynd). Karfi Stofnvísitla karfa mældist nú 250 þús. tonn, sem er lægsta vísi- tala frá upphafi stofnmælingar, en var 367 þús. tonn árið 1990. Hæsta gildi mældist árið 1987, 493 þús. tonn (16. mynd). Staðal- frávik mælingarinnar 1991 var óvenju lágt eða 12%, en hefur verið á bilinu 13-20% undanfarin ár. Skipulag stofnmælingar var ekki miðað við útbreiðslusvæði karfa og því erfitt að meta hvort hér sé um raunverulega stofnminnkun að ræða. Steinbítur Frá því stofnmælingar með botnvörpu hófust hefur stofnvísi- 77. mynd. Aldursdreifing þorsks a' öllu rannsóknasvæðinu 1985-1991 í millj- ónum fiska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.