Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 15
Ær.iR 7 1/92 ______ við Grænland einmitt á því að óvenjumikið veiðist þá af 8 ára fiski og eldri. Athugum næst feril 1980 ár- gangsins í veiðinni. Mjög lítið veiddist af þessum árgangi þegar hann var 3ja ára eða rétt tæpar 4 milljónir þorska eins og sýnt er á 2. mynd. Við fjögurra ára aldur veiðist um 31 milljón þorska en mest veiðist af honum þegar hann verður 5 ára eða 35 milljónir. Enn veiðist talsvert af þessum árgangi þegar hann er 6 ára eða um 31 milljón þorska en eftir það hverfur þessi árgangur ört úr veiðinni og nánast ekkert veiðist af honum eftir 8 ára aldur. Þegar 1983 árgangurinn kom fyrst inn í veiðina árið 1986 sem þriggja ára fiskur, veiddist úr honum um 21 milljón fiska. Hámarki nær veiðin úr þessum árgangi strax árið eftir, þegar hann er 4ra ára, en þá veiddust um 62 milljónir fiska. Þegar árgangurinn er 5 ára veiðist enn mikið, eða um 56 milljónir, en eftir það fækkar 1983 árganginum í þorskveiðun- um mjög hratt. Eftirtektarvert er að álíka mikið veiðist af 1980 og 1983 árgöngunum eftir að þeir verða 6 ára gamlir enda þótt 1983 árgangurinn hafi verið miklu stærri en 1980 árgangurinn. Ferill 1983 árgangsins í veiðunum bendir eindregið til þess að sóknin > þennan árgang hafi verið mjög hörð og fiskveiðidánarstuðlar háir. Eftirtektarvert er að aflinn úr 1973 árganginum varð 787 þús. tonn og meðalþyngd þorsks úr þessum árgangi varð 3.6 kg. Til þessa hefur verið landað 538 þús. tonnum úr 1983 árgangi en meðal- þyngd aðeins 2.7 kg. Þegar árgangar hafa runnið lífs- skeið sitt á enda og horfið úr aflanum er tiltölulega einfalt að reikna eftirá hve stórir þeir voru á þverjum tíma og hve margir fiskar voru í árganginum þegar þeir koma í veiðina 3ja ára gamlir. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.