Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 22
14 ÆGIR 1/92 Gunnar Stefánsson, Björn Æ. Steinarsson, Einar Jónsson, Gunnar Jónsson, Ólafur K. Pálsson og Sigfús A. Schopka: Stofnmæling botnfiska á íslandsmiðum 1991 tnngangur Árlegt „Togararall" Hafrann- sóknastofnunnarinnar, hið sjö- unda síðan 1985, fór fram 4.-24. mars 1991. Að venju voru leigðir 5 togarar til verksins, þ.e. Arnar HU 1, Bjartur NK 121, Hoffell SU 80, Rauðinúpur ÞH 160 og Vest- mannaey VE 54. Teknar voru 577 togstöðvar á landgrunninu allt umhverfis landið niður á 500 m dýpi og að miðlínu milli íslands og Færeyja (1 mynd). Lengdarmældar voru 28 fiskteg- undir, alls ríflega 280 þúsund fiskar, þar af um 49 þúsund þorskar, 66 þúsund ýsur, 61 þús- und karfar, 41 þúsund skrápflúrur og um 18 þúsund steinbítar. Þetta er heldur umfangsmeiri gagna- söfnun en í stofnmælingunni 1990. Níu tegundir voru kyn- greindar. Kvörnum til aldursgrein- inga var safnað af 11 tegundum, þar á meðal þorski, ýsu og ufsa, alls úr 14821 fiskum. Einnig var safnað magasýnum úr þorski og ufsa til úrvinnslu í landi, alls um 2000 magar. í heild var gagna- söfnun á svipuðum nótum og verið hefur til þessa. í þessum pistli er gerð grein fyrir nokkrum niðurstöðum um líf- fræðilega þætti og stofnvísitölur helstu fiskstofna, þ.e. þorsks, ýsu, karfa, steinbíts og skrápflúru. Umh verfisþættir Hitastig sjávar var mælt á flestum togstöðvum og er meðal- hiti við botn úr þessum mælingum sýndur á 2. mynd. Á heildina litið var botnhiti hærri í mars 1991 en verið hefur síðustu 3 ár. Saman- borið við tímabilið 1985-1990 var sjávarhiti ýmist í meðallagi eða langt yfir því. Á Suður- og Vesturmiðum var botnhiti með því hæsta sem sést hefur síðan stofn- mælingin hófst. Á Norður- og Austurmiðum hefur verið mjög kalt undanfarin 2 ár en nú hafði sjávarhiti á þessum svæðum hækkað og var í meðallagi eða hærri bæði við botn og í yfirborði. Veðurfar var óvenju rysjótt fyrir norðanverðu landinu, sérstaklega á Vestfjarðarmiðum. Ríkjandi vindátt var NA-læg oft hvassviðri og jafnvel stormur. Tafði þetta nokkuð framvindu leiðangursins eða samtals um 15 sólarhringa. Lengdardreifingar Hlutfallsleg dreifing fiska af hverri tegund eftir lengd er hér sýnd fyrir norður- og suðursvæði. Til samanburðar eru sýndar mis- munandi lengdardreifingar frá fyrri árum. a) Þorskur Lengdardreifing þorsks á norðursvæði einkennist af tveimur toppum ungfisks minni en 40 sm en sá fiskur var þó ekki stór hluti aflans (3. mynd). Hinn hluti aflans og bróðurparturinn er fiskur á lengdarbilinu 50-70 sm. Hér myndar lengdardreifingin nánast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.