Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 22
14
ÆGIR
1/92
Gunnar Stefánsson, Björn Æ. Steinarsson, Einar Jónsson,
Gunnar Jónsson, Ólafur K. Pálsson og Sigfús A. Schopka:
Stofnmæling botnfiska
á íslandsmiðum 1991
tnngangur
Árlegt „Togararall" Hafrann-
sóknastofnunnarinnar, hið sjö-
unda síðan 1985, fór fram 4.-24.
mars 1991. Að venju voru leigðir
5 togarar til verksins, þ.e. Arnar
HU 1, Bjartur NK 121, Hoffell SU
80, Rauðinúpur ÞH 160 og Vest-
mannaey VE 54. Teknar voru 577
togstöðvar á landgrunninu allt
umhverfis landið niður á 500 m
dýpi og að miðlínu milli íslands og
Færeyja (1 mynd).
Lengdarmældar voru 28 fiskteg-
undir, alls ríflega 280 þúsund
fiskar, þar af um 49 þúsund
þorskar, 66 þúsund ýsur, 61 þús-
und karfar, 41 þúsund skrápflúrur
og um 18 þúsund steinbítar. Þetta
er heldur umfangsmeiri gagna-
söfnun en í stofnmælingunni
1990. Níu tegundir voru kyn-
greindar. Kvörnum til aldursgrein-
inga var safnað af 11 tegundum,
þar á meðal þorski, ýsu og ufsa,
alls úr 14821 fiskum. Einnig var
safnað magasýnum úr þorski og
ufsa til úrvinnslu í landi, alls um
2000 magar. í heild var gagna-
söfnun á svipuðum nótum og
verið hefur til þessa.
í þessum pistli er gerð grein fyrir
nokkrum niðurstöðum um líf-
fræðilega þætti og stofnvísitölur
helstu fiskstofna, þ.e. þorsks, ýsu,
karfa, steinbíts og skrápflúru.
Umh verfisþættir
Hitastig sjávar var mælt á
flestum togstöðvum og er meðal-
hiti við botn úr þessum mælingum
sýndur á 2. mynd. Á heildina litið
var botnhiti hærri í mars 1991 en
verið hefur síðustu 3 ár. Saman-
borið við tímabilið 1985-1990
var sjávarhiti ýmist í meðallagi
eða langt yfir því. Á Suður- og
Vesturmiðum var botnhiti með því
hæsta sem sést hefur síðan stofn-
mælingin hófst. Á Norður- og
Austurmiðum hefur verið mjög
kalt undanfarin 2 ár en nú hafði
sjávarhiti á þessum svæðum
hækkað og var í meðallagi eða
hærri bæði við botn og í yfirborði.
Veðurfar var óvenju rysjótt fyrir
norðanverðu landinu, sérstaklega
á Vestfjarðarmiðum. Ríkjandi
vindátt var NA-læg oft hvassviðri
og jafnvel stormur. Tafði þetta
nokkuð framvindu leiðangursins
eða samtals um 15 sólarhringa.
Lengdardreifingar
Hlutfallsleg dreifing fiska af
hverri tegund eftir lengd er hér
sýnd fyrir norður- og suðursvæði.
Til samanburðar eru sýndar mis-
munandi lengdardreifingar frá
fyrri árum.
a) Þorskur
Lengdardreifing þorsks á
norðursvæði einkennist af tveimur
toppum ungfisks minni en 40 sm
en sá fiskur var þó ekki stór hluti
aflans (3. mynd). Hinn hluti aflans
og bróðurparturinn er fiskur á
lengdarbilinu 50-70 sm. Hér
myndar lengdardreifingin nánast