Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 46
38
ÆGIR
1/92
Árni Geirsson:
Séð og heyrt í Frakklandi
Inngangur
Stjórnvöld í Frakklandi og á ís-
landi sömdu nýlega um víðtækt
samstarf í ýmsum málum er varða
rannsóknir tengdum sjávarútvegi.
Akveðið var að hluti samkomu-
lagsins skyldi felast í skiptum á
rannsóknafólki á sviði fiskiðnaðar
og kom að því í hlut Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins að senda
fulltrúa til Frakklands.
Markmið ferðarinnar var að
kanna hvað væri efst á baugi þar í
landi á sviði vinnslutækni bæði
við frumvinnslu og úrvinnslu sjáv-
arfangs. Við skipulagningu ferðar-
innar var reynt að grafast fyrir um
það hvaða aðilar í Frakklandi væru
líklegastir til að vinna að nýjung-
um á þessu sviði en starfsmenn
systurstofnunar Rf, IFREMER, voru
þar hjálplegastir. Að öðru leyti
skipulagði starfsfólk gestamót-
tökudeildar utanríkisráðuneytis
Frakklands ásamt vísindafulltrúa
franska sendiráðsins ferðina auk
greinarhöfundar sem fór ferðina í
byrjun nóvember.
Af fiskvinnslutækjum
Hér á landi eru roðfletti- og
flökunarvélar frá VARLET allvel
þekktar. Fyrirtækið er í Boulogne
Sur Mer við Ermasund og fram-
leiðir kjötvinnsluvélar auk fyrr-
nefndra fiskvinnsluvéla. Sérstaka
athygli greinarhöfundar vöktu roð-
flettivélar sem einkum eru ætlaðar
fyrir smáskötu eins og tinda-
skötuna en hún er vinsæl í Frakkl-
andi. Stærsta vélin afkastar allt að
500 kg/klst. og þá miðað við roðf-
lettingu beggja vegna. Stærsti
gaddurinn í barðinu verður eftir en
því eru þarlendir neytendur vanir
og fjarlægja hann sjálfir við elda-
mennskuna. Þeir bjóða eina flöku-
narvél sem að þeirra sögn kostar
helming af verði Baader flökunar-
vélar og er jafngóð á ákveðnu
stærðarbili þ.e. 2,5-7 kg. Af 35
manna starfsliði fyrirtækisins sinna
tveir þróunarverkefnum eingöngu.
BREUIL heitir fyrirtæki í Landi-
visiau sem er smábær utarlega á
Bretagneskaganum, ekki langt frá
Brest. Við stofnun þess árið 1977
voru verkefnin einkum útungunar-
kerfi fyrir fiðurfé en verkefnum í
fiskiðnaði hefur fjölgað mjög.
Fyrirtækið sérhæfir sig í sjálf-
virkum vinnslulínum og hefur sett
upp slíkar fyrir fiskvinnslu í landi
og á sjó. Fyrirtækið hefur t.d. inn-
réttað fiskvinnsluhús með þrem
flökunarlínum en þar lagði það til
sjálfvirkan kassalosunar- og inn-
vigtunarbúnað auk færibanda, ís-
skömmtunar- og pökkunartækja.
Flökin eru ísuð í frauðplastkassa
og er síðan dreift í matvörubúðir.
Breuil hefur einnig þróað surimi
vinnslulínu í samvinnu við
IFREMER. Aðeins 1—2 menn þarf
til að sinna framleiðslunni og
gæðin eru eins og á besta
japönsku surimi að þeirra sögn.
Vinnslulínur af þessu tagi hafa
verið settar upp bæði um borð í
skipum og á landi en vinnslulína
með meðalafköst mun kosta
u.þ.b. 19 milljónir franka. Breuil
hefur á sínum snærum tilrauna-
vinnslu þar sem unnt væri að
kanna hve vel hinar ýmsu fiskteg-
undir henta til surimivinnslu en þá
þarf að senda þeim 400 kg af
fersku hráefni.
Miklar vonir eru bundnar við
vatnsskurðartækni í fiskiðnaði.
Greinarhöfundur heimsótti fyrir-
tæki er nefnist ISIN í Bordeaux en
það framleiðir vatnsskurðarvélar,
bæði háþrýstidælur og hreyfi-
búnað fyrir vatnsstútinn og með-
flygjandi hugbúnað. Fyrirtækið
hefur skorið fisk í tilraunaskyni í
samvinnu við IFREMER og at-
hugað hugsanlega beitingu þess-
arar tækni í fiskiðnaði en þó ekki
þróað neinn sérstakan búnað til
þess. Fyrirtækið hefur til þessa
sinnt mest skóiðnaði en þá er
leður skorið með vatnsbununni
eftir að pjötlunum hefur verið
raðað á leðrið með aðstoð tölvu.
Sem dæmi um frumlega beitingu
vélar sem ISIN hefur selt má nefna
fyrirtæki sem framleiðir snittur
eftir pöntun með þeim útlínum og
áleggi sem viðskiptavinurinn
óskar og kremlínum síðan
sprautað ofan á. Snitturnar eru
hannaðar í AutoCad og framleiðsl-
an eftir það sjálfvirk. Greinar-
höfundur og fulltrúi ISIN urðu
sammála um það að svo virtist
sem tæknin við sjálfan vatnsskurð-
inn væri vel þróuð og gæti nýst í
fiskvinnslu en að nauðsynleg stoð-
tækni eins og myndgreining og
vélræn hreyfing ætti eftir að þróast
nokkuð áður en víðtæk notkun
verður raunhæf.
Vöruþróun
Greinarhöfundur varð var við
mikinn áhuga Frakka á vöruþróun
í matvælaiðnaði og þá ekki síst