Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 14
6 ÆGIR 1/92 rallið átti sér stað í mars 1985. í rallinu eru tekin tæplega 600 tog bæði djúpt og grunnt allt um- hverfis landið. Niðurstaðan er sú að á þenrian hátt höfum við fengið ómetanlegar upplýsingar um ný- liðun þorsks og ýsu, þ.e.a.s. stærð uppvaxandi árganga sem annars hefði verið mjög torvelt að fá með þeirri nákvæmni sem fæst í rall- inu. Allt frá árinu 1970 hafa rann- sóknir á útbreiðslu og mergð fisk- seiða verið stundaðar með það fyrir augum að fá fyrstu vísbend- ingu um árangur hrygningar og klaks helstu nytjastofna fyrr á árinu. Enda þótt þessar niður- stöður hafi ekki verið notaðar beinlínis til að reikna stærð árganganna hefur útbreiðsla seið- anna greinilega sýnt hvenær þau hefur rekið til Grænlands og mergð þeirra hefur einnig gefið til kynna hvers vænta megi af við- komandi árgangi. Crunnúrvinnsla Eins og fram kemur á 1. mynd fæst aldursgreindur afli úr aflatöl- um, lengdarmælingum og aldurs- lesningum. Aldursgreindur afli sýnir okkur hvernig veitt er úr hverjum árgangi frá ári til árs. Á 2. og 3. mynd er t.d. sýnt hve mikið veiddist af þremur árgöngum þ.e.a.s. 1973, 1980 og 1983 ár- göngunum á hverju ári bæði eftir fjölda og þyngd. Þegar 1973 ár- gangurinn kemur fyrst inn í veið- arnar sem 3ja ára fiskur árið 1976 veiddust af honum um 24 millj- ónir fiska. Á næsta ári veiðast um 43 milljónir og 44 milljónir þegar hann verður 5 ára. Eftir það fer þorskum af þessum árgangi fækk- andi og glögglega sést að mjög lítið veiðist af 1973 árganginum eftir að hann verður 10 ára gamall. Hann hverfur svo alger- lega út úr veiðinni þegar hann verður 13 ára árið 1986. Athyglis- vert er að nánast veiddist jafn- mikið af þessum árgangi þegar hann var 8 ára og árið áður. Aflinn í tonnum talið eykst alveg til 8 ára aldurs eins og sýnt er á 3. mynd. Ástæðan fyrir því hve mikið veidd- ist af 8 ára fiski árið 1981 (150 þús. tonn) var einfaldlega sú að það ár kom öflug ganga 8 ára fisks frá Grænlandi. Raunar þekkjast þeir árgangar sem alist hafa upp 3. mynd. Ferill sömu árganga og á 2. mynd. Sýnt er hve mikiö veiðist í hverjum aldursflokki í þúsundum tonna. Takið eftir að um 150 þús. tonn veiddust af 1973 árganginum þegar hann var 8 ára árið 1981 en aðeins um 40 þús. tonn af 1983 árganginum þegar hann varð 8 ára á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.