Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1992, Page 14

Ægir - 01.01.1992, Page 14
6 ÆGIR 1/92 rallið átti sér stað í mars 1985. í rallinu eru tekin tæplega 600 tog bæði djúpt og grunnt allt um- hverfis landið. Niðurstaðan er sú að á þenrian hátt höfum við fengið ómetanlegar upplýsingar um ný- liðun þorsks og ýsu, þ.e.a.s. stærð uppvaxandi árganga sem annars hefði verið mjög torvelt að fá með þeirri nákvæmni sem fæst í rall- inu. Allt frá árinu 1970 hafa rann- sóknir á útbreiðslu og mergð fisk- seiða verið stundaðar með það fyrir augum að fá fyrstu vísbend- ingu um árangur hrygningar og klaks helstu nytjastofna fyrr á árinu. Enda þótt þessar niður- stöður hafi ekki verið notaðar beinlínis til að reikna stærð árganganna hefur útbreiðsla seið- anna greinilega sýnt hvenær þau hefur rekið til Grænlands og mergð þeirra hefur einnig gefið til kynna hvers vænta megi af við- komandi árgangi. Crunnúrvinnsla Eins og fram kemur á 1. mynd fæst aldursgreindur afli úr aflatöl- um, lengdarmælingum og aldurs- lesningum. Aldursgreindur afli sýnir okkur hvernig veitt er úr hverjum árgangi frá ári til árs. Á 2. og 3. mynd er t.d. sýnt hve mikið veiddist af þremur árgöngum þ.e.a.s. 1973, 1980 og 1983 ár- göngunum á hverju ári bæði eftir fjölda og þyngd. Þegar 1973 ár- gangurinn kemur fyrst inn í veið- arnar sem 3ja ára fiskur árið 1976 veiddust af honum um 24 millj- ónir fiska. Á næsta ári veiðast um 43 milljónir og 44 milljónir þegar hann verður 5 ára. Eftir það fer þorskum af þessum árgangi fækk- andi og glögglega sést að mjög lítið veiðist af 1973 árganginum eftir að hann verður 10 ára gamall. Hann hverfur svo alger- lega út úr veiðinni þegar hann verður 13 ára árið 1986. Athyglis- vert er að nánast veiddist jafn- mikið af þessum árgangi þegar hann var 8 ára og árið áður. Aflinn í tonnum talið eykst alveg til 8 ára aldurs eins og sýnt er á 3. mynd. Ástæðan fyrir því hve mikið veidd- ist af 8 ára fiski árið 1981 (150 þús. tonn) var einfaldlega sú að það ár kom öflug ganga 8 ára fisks frá Grænlandi. Raunar þekkjast þeir árgangar sem alist hafa upp 3. mynd. Ferill sömu árganga og á 2. mynd. Sýnt er hve mikiö veiðist í hverjum aldursflokki í þúsundum tonna. Takið eftir að um 150 þús. tonn veiddust af 1973 árganginum þegar hann var 8 ára árið 1981 en aðeins um 40 þús. tonn af 1983 árganginum þegar hann varð 8 ára á þessu ári.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.