Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 47

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 47
1/92 ÆGIR 39 fiskiðnaði. Það virðist vera algengt að hópur fyrirtækja i matvælaiðn- aði fjármagni sameiginlega vöru- þróun og stofni fyrirtæki til þess. Eitt slíkra er ADRIA sem er í eigu matvælafyrirtækja á Bretagne- skaga en mörg sambærileg er að finna víðsvegar um Frakkland. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns og um þriðjungur af starfinu snýst um fiskafurðir. Það hefur yfir full- komnum tækjum að ráða og getur sett upp tilraunavinnslulínur til að prófa aðferðir og afurðir. Meðal athyglisverðra verkefna má nefna beitingu innrauðra geisla til að sjóða og gerilsneyða matvæli en einnig til að opna skelfisk sem tekur aðeins eina mínútu með þeirri aðferð. Fullkomin skynmats- aðstaða er fyrir hendi hjá fyrirtæk- inu auk rannsóknastofa sem fást m.a. við gerlafræði og rheológíu. Annað vöruþróunarfyrirtæki sem greinarhöfundur heimsótti nefnist ID. MER en það sérhæfir sig í því að gera verðmæti úr hverskonar aukaafurðum úr fisk- iðnaði. Um er að ræða níu manna hóp matvæla- og verkfræðinga með fullkomna tilraunaaðstöðu. Talsmaður fyrirtækisins lét í Ijós mikinn áhuga á að fá upplýsingar um verðlitlar aukaafurðir sem falla til í íslenskum fiskiðnaði. Viti ein- hver lesandi af aukaafurðum sem lítið fæst fyrir, mun greinar- höfundur fúslega aðstoða við að koma þeim á framfæri við ID.MER til þess að þeir geti spreytt sig á huganlegri verðmætaaukningu. IFREMER í Frakklandi er ein stofnun, IFREMER, allsráðandi í rann- sóknum sem tengjast hafinu, sjáv- arfangi og vinnslu þess. Starf hennar samsvarar því starfi margra stofnana hérlendis, eins og t.d. Ffafrannsóknastofnunar og Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Eins og nærri má geta er stofnunin því geysistór, starfsmenn 1200 og árleg velta níu milljarðar íslenskra króna. Verkum er skipt milli fjög- urra meginstöðva í Frakklandi og einnar á Tahiti. Greinarhöfundur heimsótti tvær þessara stöðva; í Nantes, þar sem áhersla er lögð á vöruþróun og vinnslutækni og í Brest þar sem rannsökuð er líf- fræði og vistfræði sjávar auk haf- fræði og veiðitækni. Af fjöl- mörgum verkefnum stöðvarinnar í Nantes má nefna hönnun tækis til að koma í veg fyrir svertu í humri með natríum bísúlfatskolun, notkun örbylgna við suðu, vinnslu á surimi úr sardínum, gerilsneyð- ingu með geislun og styttingu reyktíma. Hvað varðar tvö síðast- nefndu verkefnin kom fram að fisk, gerilsneyddan með geislun, megi geyma allt að 35 daga við 0- 2°C og að reyktíma megi jafnvel stytta um helming með því að rafhlaða reykinn þannig að hann dragist að fiskinum sem er þá andstætt skaut. Ennfremur fara þar fram tilraunir með greiningu fisk- tegunda út frá holdsýnum með electrophoresis. Tvö verkefni voru kynnt sérstak- lega fyrir greinarhöfundi hjá IFREMER í Brest. Hið fyrra var til- raunaeldi á hörpuskel við Bret- agneskagann en skelin er klakin í eldisstöð og ræktuð upp í 2 mm stærð. Þá er hún sett í búr og þeim sökkt í hafið þar sem skelin vex í u.þ.b. 3 cm stærð á einu ári. Þegar þeirri stærð er náð eru skelj- amar teknar úr búrunum og þeim dreift um hafsbotninn þar sem vaxtarskilyrði eru góð. Unnið er að því að lækka dánartölu skelja á ræktunarstigi og endurheimtur þeirra sem dreift er. Hitt verkefnið var kortlagning á vexti þörunga við Bretagneskagann og stjórn á uppskeru. Þörungarnir eru notaðir í fóður og til efnaiðnaðar. Hjá IFREMER í Brest er ennfrem- ur að finna fullkomna aðstöðu til að prófa tæki sem ætlað er að vinna á miklu vatnsdýpi, í öldu- gangi og seltu. Þá er í nálægri borg, Lorient, veiðarfæratankur 2,5x4 m þar sem útvegsmenn geta skoðað líkan af veiðarfærum sínum. Á fiskmarkadi í Boulogne Greinarhöfundur endaði ferð sína á því að heimsækja fiskmark- aðinn í Boulogne Sur Mer og fisk- innflutningsfyrirtækið UniPéche. Tveir starfsmanna UniPéche eru íslenskir enda verslar fyrirtækið mikið við íslendinga. Fram kom að gæði gámafisks sem fyrirtækinu berst eru mjög misjöfn. Þó eru dæmi þess að ákveðin íslensk skip njóti svo góðs álits fyrir gæði fisks- ins að hann er jafnan keyptur á hæsta verði, jafnvel óséður. íslenski þorskurinn keppir á mark- aðnum við ferskan franskan þorsk og sá franski selst á talsvert hærra verði. Þó var athyglisvert að sjá hvernig fiskinum var landað við höfnina en hann var hífður í körfum upp úr lest og fluttur með færibandi upp á bryggju þar sem hann var ísaður í plastkassa. Það munu vera verkalýðsfélögin á staðnum sem koma í veg fyrir að hraðvirkari aðferðir séu notaðar enda kostar löndun um einn franka (10 kr.) fyrir hvert kíló. Lokaorö Af þeirri yfirborðsmynd sem þessi ferð gaf, dregur greinarhöf- undur þá ályktun að meðhöndlun og frumvinnsla afla sé yfirleitt í engu framar meðal Frakka en hér á landi en á hinn bóginn megi ýmislegt læra af Frökkum um vöruþróun og verðmætaaukningu hráefnisins. Flöfundur er verkfræðingur á tækni- deild Rannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.