Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 30
22
ÆGIR
1/92
ingar á meðalþyngd, en veruleg
þyngdaraukning hjá 9 ára fiski.
Á norðursvæði hafa orðið
óverulegar breytingar á meðal-
þyngd ýsu síðustu 3 til 5 árin (15.
mynd). Nokkur þyngdaraukning
varð þó hjá þriggja til sex ára ýsu
1991 miðað við 1990.
Stofnvísitölur
Þau stofnstærðargildi sem fást
úr SMB-gögnum eru nefnd stofn-
vísitölur. Þessar stofnvísitölur eru
gefnar upp í fjölda fiska og í
þyngd. Reiknaður er meðalfjöldi
eða þyngd fiska í staðaltogi (4
sjm.) á undirsvæðum sem afmark-
ast af reitum með sömu magn-
einkunn. Meðaltal allra undir-
svæða er síðan vegið með flatar-
máli svæðanna. Meðalafli í togi
sem fæst á þennan hátt er síðan
margfaldaður með hlutfalli heild-
arflatarmáls rannsóknarsvæðisins
og yfirferðar (flm.) botnvörpunnar
í staðaltogi, og fæst þá svokölluð
stofnvísitala. Af ýmsum ástæðum
er stofnvísitala í mörgum tilvikum
lægri en raunveruleg stofnstærð: í
fyrsta lagi er lóðrétt opnun botn-
vörpunnar um 2-3 m, þannig að
fiskur sem heldur sig lengra frá
botni er utan gagnasöfnunar-
svæðisins. í öðru lagi má gera ráð
fyrir að hluti þess fisks sem lendir í
opi vörpunnar sleppi áður en
hann berst inn í vörpuna og í
þriðja lagi að eitthvað sleppi út
um möskva vörpunnar. Framan-
greindir þættir eru að sjálfsögðu
mismunandi eftir tegundum og
stærðardreifingu viðkomandi teg-
undar, en aðferðin gerir ráð fyrir
að sama tegund sýni svipaða
hegðun frá ári til árs.
Þorskur
Stofnvísitala þorsks árið 1991
reyndist nánast sú sama og árið
áður, eða 292 þús. tonn en var
290 þús. tonn 1990 (16. myndJ.Á
hinn bóginn lækkaði stofnvísitalan
úr 513 þús. tonnum 1989 í um
290 þús. tonn 1990. Eins og fram
er komið fyrr, á þessi samdráttur
stofnsins að mestu leyti rætur að
rekja til þess að sterku árgangarnir
frá 1983 og 1984 hafa minnkað
verulega frá því þeir komu inn í
veiðistofninn á árunum 1987 og
1988.
Þessa þróun mismunandi ár-
ganga má lesa út úr 17. mynd
Vísitala árgangs 1983 var í mars
1986 (þriggja ára fiskur) 115 millj-
ónir og hefur síðan lækkað stöðugt
einkum 3 síðustu árin og var 43
milljónir 1989, 17 milljónir 1990
og aðeins 5 milljónir í mars 1991.
Árgangur 1984 hefur einnig
minnkað ört úr 135 milljónum
fiska 1988 í 24 milljónir 1991.
Árgangur 1985 var um 90 millj-
ónir árin 1988 og 1989 (þriggja og
fjögurra ára) en var kominn niður í
20 milljónir 1991. Vísitölur yngri
árganga hafa verið 25-30 millj-
ónir fiska við þriggja ára aldur.
Heildarvísitala stofnsins stóð í stað
þrátt fyrir þetta árin 1990 og 1991
vegna Grænlandsgangna, en ekki
er gert ráð fyrir Grænlandsgöngu á
þessu ári. Þar með eru yfirgnæf-
andi líkur á því að stofninn fari
heldur minnkandi á næstu árum
enda þótt ekki sé ástæða til að
ætla að samdrátturinn verði jafn
mikill og á árunum 1989-1990.
Tölfræðilega nákvæmni stofn-
vísitölunnar er metin með staðal-
fráviki hennar („relative coeffic-
ient of variation"). Því lægra sem
ló.mynd. Stofnvísitölur helstu fisktegunda (þúsund tonn) 1985-1991.