Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 16
8 ÆGIR 1/92 6. mynd. Bakreiknuð stærð 1983 árgangsins eins og sýnt var á 4. mynd. 7. mynd Vísitölur úr veiðiskýrslum togara 7. mynd. Vísitölur úr veiðiskýrslum togara bornar saman við árgangastærð 7 ára fisks. Athyglisvert er að sterku árgangarnir frá 1973 og 1984 eru með háa vísitölu (þ.e. eru mjög áberandi í togaraaflanum 7 ára) enda að hluta til komnir frá Grænlandi. er að vísu nokkur einföldun en ekki fjarri sanni að segja að aflinn sé einfaldlega lagður saman frá ári til árs og bætt við náttúrulegum afföllum, en gert er ráð fyrir að þau séu um 18% á ári. Á 4. mynd eru sýndar niðurstöður af slíkum bakreikningi fyrir 1973 árganginn. Þar kemur í Ijós að þessi árgangur hefur verið uni 428 milljónir þegar hann var 3ja ára gamall, þ.e.a.s þetta hefur verið mjög sterkur árgangur og raunar hinn sterkasti sem komið hefur í þorskstofninn um alllangt árabil. Á 5. mynd er sýndur samskonar bakreikningur fyrir 1980 árganginn og þar kemur í Ijós að hann hefur upphaflega verið um 226 milljónir eða rétt meðalárgangur. Á 6. mynd er þetta sýnt fyrir 1983 árganginn og þar kemur í Ijós að hann hefur verið um 344 milljónir sem 3ja ára fiskur. Þetta er sterkur árgangur en vegna mikillar sóknar nýttist hann illa (sbr. 3. mynd). Ef stærð allra þeirra árganga sem hafa lifað sitt skeið á enda er bakreiknuð eins og að framan hefur verið lýst er Ijóst að auðvelt er að fá út stofnstærð- ina á hverju ári með því að leggja saman stærð hvers árgangs á til- teknu ári. Summan verður þá stærð veiðistofnsins í fjölda og með því að nota meðalþyngd hvers aldursflokks á tilteknu ári er einfalt að breyta fjöldanum í tonn. Það er á þennan hátt sem við teljum okkur hafa haldgóðar upp- lýsingar um stærð þorskstofnsins og raunar margra annarra fisk- stofna á liðnum árum. Þetta segir þó ekki eitt sér til um stærð stofns- ins á líðandi stund. Stofnvísitölur og nýliðun Eins og fram kemur á 1. mynd eru stofnvísitölur reiknaðar út frá aldursgreindum afla á sóknarein- ingu eða afla á klukkustund. Ef þessar stofnvísitölur eru bornar saman við stofnstærð fyrir þá ár- ganga sem þekktir eru og horfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.