Ægir - 01.01.1992, Blaðsíða 42
34
ÆGIR
1/92
HAF- OG FISKIRANNSÓKNIR
Skipaáætlun Hafrannsóknastofnunar 1992
Nú ríkir ekki sama óvissa um
ástand loðnustofnsins og í upphafi
s.l. árs. Engu að síður verður lögð
mikil áhersla á loðnurannsóknir
árið 1992, þótt eitthvað sé dregið
úr þeim frá árinu áður. Gert er ráð
fyrir að bæði r/s Arni Friðriksson
og r/s Bjarni Sæmundsson verði
samanlagt um 90-100 daga við
þær.
Stofnmæling botnfiska á 5 tog-
urum verður nú framhaldið í 8.
sinn en stofnmæling rækju verður
framkvæmd á r/s Dröfn og r/s Árna
Friðrikssyni, nú í fimmta skiptið.
Rannsóknir á úthafskarfa verða
auknar nokkuð. Farið verður í
stuttan leiðangur á r/s Bjarna
Sæmundssyni fyrri hlutann í apríl,
einkum til könnunar á úthafskarfa
innan íslensku lögsögunnar og
síðan annar á sama skipi í júní-
júlí til stofnmælinga ásamt
Rússum í samvinnu sem skipulögð
er á vegum Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins. Fjölstofnarannsóknir eru
nú alláberandi í áætluninni, en 2
langir leiðangrar á r/s Bjarna Sæm-
undssyni eru fyrirhugaðir í þær,
svo og í tengslum við stofnmæl-
inguna á togurunum. Vistfræði-
rannsóknir á hrygningarslóð suð-
vestanlands verður nú framhaldið
í þriðja sinn, svo og hefðbundnum
rannsóknum á ástandi sjávar, sem
gerðar eru ársfjórðungslega. Þá er
fyrirhuguð könnun á grálúðu
norðan- og norðvestanlands, ef
unnt verður að fjármagna slíkan
leiðangur.
Ýmsar innfjarðarannsóknir líða
fyrir það, að Mímis nýtur ekki
lengur við. Reynt verður að sinna
einhverjum þeirra með bátum.
Að öðru leyti ber áætlun skip-
anna með sér, að leitast verður við
að sinna nauðsynlegum, hefð-
bundnum verkefnum en þó eru ný
verkefni eins og fjölstofnaverk-
efnið allfyrirferðamikil í áætlun-
inni. Eins og mörg undanfarin ár,
miðast úthald skipanna við 9 mán-
uði samkvæmt ákvörðun fjárveit-
ingavaldsins. Raunar er alls óvíst,
hvort framlög á fjárlögum þessa
árs duga til að halda skipunum úti
svo lengi.
Jakoh Magnússon.
R.S. Árni Friðriksson
Leið
nr.______Dags.__________Verkefni_____________________________Athafnasvæði___________________Verkefnisnúmar
1. 3.1.-17.1. Stofnmæling loðnu A-land 23.02, 23.06
2. 21.1.-12.2 Stofnmæling loðnu og síldar SA-land 23.02, 23.03
3. 24.2.-13.3. Bergmálsmæling á loðnu og dýrasvifi V-land ísafj. djúp 23.02, 15.03
4. Mars Kvörðun bergmálstækja Hvalfjörður 23.05, 14.06
5. 18.6.-25.6. Surtseyjarrannsóknir Surtsey 14.23, 14.06
6. 29.6.-10.7. Stofnmæling rækju N 22.07, 15.06, 14.06
7. 14.7.-28.7. Stofnmæling rækju N 22.07, 15.06, 14.06
8. 5.8.-1.9. Fiskungviði Ástand sjávar Umhverfis landið 22.02, 16.01,23.04, 13.05, 13.04, 14.02, 14.06, 15.06, 20.07, 28.15
9. 10.9.-25.9. larðfræðirannsóknir NV, Skjálfandi 11.15, 11.21, 14.06
10. 12.10.-6.11. Stofnmæling loðnu Kjörhæfni loðnuvörpu V og N 23.01, 25.12, 16.01, 15.06
11. 16.11.-18.12. Stofnmæling síldar (Tvískiptur) VogS 23.03