Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1992, Side 15

Ægir - 01.01.1992, Side 15
Ær.iR 7 1/92 ______ við Grænland einmitt á því að óvenjumikið veiðist þá af 8 ára fiski og eldri. Athugum næst feril 1980 ár- gangsins í veiðinni. Mjög lítið veiddist af þessum árgangi þegar hann var 3ja ára eða rétt tæpar 4 milljónir þorska eins og sýnt er á 2. mynd. Við fjögurra ára aldur veiðist um 31 milljón þorska en mest veiðist af honum þegar hann verður 5 ára eða 35 milljónir. Enn veiðist talsvert af þessum árgangi þegar hann er 6 ára eða um 31 milljón þorska en eftir það hverfur þessi árgangur ört úr veiðinni og nánast ekkert veiðist af honum eftir 8 ára aldur. Þegar 1983 árgangurinn kom fyrst inn í veiðina árið 1986 sem þriggja ára fiskur, veiddist úr honum um 21 milljón fiska. Hámarki nær veiðin úr þessum árgangi strax árið eftir, þegar hann er 4ra ára, en þá veiddust um 62 milljónir fiska. Þegar árgangurinn er 5 ára veiðist enn mikið, eða um 56 milljónir, en eftir það fækkar 1983 árganginum í þorskveiðun- um mjög hratt. Eftirtektarvert er að álíka mikið veiðist af 1980 og 1983 árgöngunum eftir að þeir verða 6 ára gamlir enda þótt 1983 árgangurinn hafi verið miklu stærri en 1980 árgangurinn. Ferill 1983 árgangsins í veiðunum bendir eindregið til þess að sóknin > þennan árgang hafi verið mjög hörð og fiskveiðidánarstuðlar háir. Eftirtektarvert er að aflinn úr 1973 árganginum varð 787 þús. tonn og meðalþyngd þorsks úr þessum árgangi varð 3.6 kg. Til þessa hefur verið landað 538 þús. tonnum úr 1983 árgangi en meðal- þyngd aðeins 2.7 kg. Þegar árgangar hafa runnið lífs- skeið sitt á enda og horfið úr aflanum er tiltölulega einfalt að reikna eftirá hve stórir þeir voru á þverjum tíma og hve margir fiskar voru í árganginum þegar þeir koma í veiðina 3ja ára gamlir. Það

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.