Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1992, Page 31

Ægir - 01.01.1992, Page 31
ÆGIR 23 1/92 staðalfrávikið er því áreiðanlegri telst stofnvísitalan. Sé þessi mæli- kvarði notaður hefur nákvæmnin verið minnst 1985 og 1989 (stað- alfrávik=16%, 18. mynd) en mest 1990 (8%). á árinu 1991 mældist staðalfrávik einnig tiltölulega lágt eða um 10%. Ýsa Stofnvísitala ýsu reyndist nú 263 þús. tonn sem er töluvert lægra en mældist á árunum 1989 og 1990 en þá mældist stofnvísi- talan um 360 þús. tonn. Árin 1985 og 1986 var stofnvísitala ýsu um 250 þús. tonn (16. mynd). Árið 1987 þegar stóru árgangarnir frá 1984 og 1985 bættust í stofn- inn hækkaði stofnvísitalan í 373 þús. tonn og var nokkuð svipuð (332-273 þús. tonn) árin 1987- 1990. Enda þótt vísitala ýsustofnsins hafi lækkað árið 1991 eru góðar líkur á vaxandi stofni á næstu árum vegna góðrar nýliðunar. Vísitölur eins og tveggja ára ýsu af árgöngum 1989 og 1990, skv. mælingum í mars 1990 og 1991 (sbr. 10. og 11. mynd), benda til þess að þessir árgangar séu sterkir og muni leiða til vaxandi stofn- stærðar á næstu árum. Breytileiki í nákvæmni á mæl- ingu ýsustofnsins hefur verið all- nokkru meiri en hjá þorski, eða 9—23% og mældist nú um 12% (18 mynd). Karfi Stofnvísitla karfa mældist nú 250 þús. tonn, sem er lægsta vísi- tala frá upphafi stofnmælingar, en var 367 þús. tonn árið 1990. Hæsta gildi mældist árið 1987, 493 þús. tonn (16. mynd). Staðal- frávik mælingarinnar 1991 var óvenju lágt eða 12%, en hefur verið á bilinu 13-20% undanfarin ár. Skipulag stofnmælingar var ekki miðað við útbreiðslusvæði karfa og því erfitt að meta hvort hér sé um raunverulega stofnminnkun að ræða. Steinbítur Frá því stofnmælingar með botnvörpu hófust hefur stofnvísi- 77. mynd. Aldursdreifing þorsks a' öllu rannsóknasvæðinu 1985-1991 í millj- ónum fiska.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.