Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1992, Síða 51

Ægir - 01.01.1992, Síða 51
ÆGIR 43 1/92 svipað hjá báðum kynjum í hvoru sýninu fyrir sig. í mars var fiskur- inn á stigi IV, þ.e. nýlega hrygndur en í nóvember á stigi II, þ.e. hrogn og svil voru að þroskast. Þetta bendir til þess að búrfiskurinn í Norður Atlantshafi hrygni að vetrarlagi eins og við Ástralíu og Nýja-Sjáland, þ.e. hér í ca jan.-mars, en þar í júní- ágúst.' Enginn fiskanna var með út- hverfan maga. Hins vegar var innihald yfirleitt lítið og mikið melt svo erfitt var að greina hver fæðan hafði verið. Af því sem greina mátti, var mest um krabba- dýr (djúprækju) og leifar af fiskum t.d. laxasíldum. Reynt var að ákvarða aldurinn með því að rýna í kvarnirnar (mynd 1). Þær eru mjög erfiðar viðfangs. Við reyndum við þetta nokkur okkar á Hafrannsókna- stofnun. Niðurstaðan var sú, að við töldum að sumar kvarnirnar væru alfarið óhæfar til aldursák- vörðunar og vorum sammála um að vafasamt væri að hægt væri að aldursgreina með hefðbundnum aðferðum eftir kvörnum úr svona stórum fiski. Breyting á sér stað í kvörnunum þar sem okkur bar saman um að fiskurinn væri 16- 20 ára. Ætla má að þessi breyting eigi sér stað eftir að fiskurinn hrygnir í fyrsta sinn, og gæfi þá til kynna aldur við kynþroska á okkar slóðum. Það skal tekið fram að sýnin voru of lítil til að draga af þeim víðtækar ályktanir. Þó er rétt að líta á eftirfarandi: Búrfiskurinn, sem veiddist við ísland var mun stærri (43-51 sm SL, meðal. 46,3 SL og um 3 kg að þyngd) en sá sem veiðist við Nýja-Sjáland og Ástralíu (30—40 sm SL, 1.5 kg að þyngd), jafnvel þótt borið sé saman við þann sérstaklega stóra fisk (35-50 sm SL, ml 42 sm SL, meðalþ. 2,4 kg) sem veiddust undan SA-Tasmaníu. Möguleikar á búrfiskveiðum í N-Atlantshafi Sovéskar rannsóknir greina frá að veiðst hafi nokkrar tylftir af búrfiski, allt að 60 sm löngum, í apríl 1964 undan V-Grænlandi á 620-680 m dýpi. Seinna hafi þeir veitt einstaka fiska 15-30 sm Nynd /. Búrfiskkvarnir eru all frábrugönar í útliti frá þvi sem viö eigum aö venjast. Kvörnin til vinstri er úr 62 sm búrfiski en sú til hægri úr 46 sm djúpkarfa. Ljósm. Gunnar B. Guðmundsson. langa á miklu dýpi við ísland, V- Grænland og á djúpslóðinni vestur af Hebridseyjum og írlandi. í N-Atlantshafi er fyrst vitað um meiriháttar afla vestur af Bret- landseyjum í byrjun áttunda ára- tugarins. Hann fékkst við togveiði- tilraunir á miklu dýpi. Á árunum 1978 og 1979 lönduðu þýskir togarar nokkrum tugum tonna af búrfiski í Þýskalandi og fengu gott verð fyrir. Þennan búrfisk veiddu Deir í tengslum við blálönguveiðar á 800-900 m dýpi í „vestur- evrópska landgrunnshallanum". I togveiðitilraunum á miklu dýpi (1000-1500) á Rockall-Porcup- ine svæðinu árin 1983 og 1984 varð vart við búrfisk, en aðeins fáeina fiska, 11-36 sm SL að lengd. Frakkar hófu búrfiskveiðar á árinu 1991 sennilega á þessu svæði. Sé náttúra þessa fisks að safnast saman í hlíðum neðansjávarfjalla hafdjúpanna, þá kynnu að vera ýmsir möguleikar fyrir hendi í N- Atlantshafi, t.d. á Reykjaneshrygg. Það er þó vafasamt, að við getum búist við uppgangi í veiðum eins og í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Hér hefur víða verið reynt og veitt á 800-1000 m dýpi, án þess að rekast á búrfisk að ráði. Svæði það, sem hann hefur veiðst á hér við land virðist mjög takmarkað. Þess vegna er frekar að vænta megi þess að hann verði einhver kærkomin búbót eða viðauki við annan afla. Kynþroskastig fisksins sem hér veiddist í mars bendir til þess, að hann hafi hrygnt ekki mjög langt undan. Hrygningastöðvar hljóta að vera einhversstaðar við land- grunnshallann í norðanverðu N- Atlantshafi. Það er einmitt á hrygningartímanum sem aðalveið- in fer fram við Ástralíu og Nýja- Sjáland þar sem hann safnast saman við einstaka tinda. Rétti tíminn til að leita að hrygnandi búrfiski á okkar hafsvæðum myndi

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.