Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1992, Síða 10

Ægir - 01.10.1992, Síða 10
506 ÆGIR 10/92 lega stjórn fiskveiða, opinbera upplýsingarsöfnun um sjávarút- vegsmál og eftirlit með fiskveið- um. Eg vænti þess að lokaskrefið í skipulagsbreytingunum verði tek- ið um næstu áramót með flutningi á opinberum verkefnum frá Ríkis- mati sjávarafurða til Fiskistofu, en frumvörp um þetta efni eru nú til umfjöllunar á Alþingi. Fiskistofa hefur fengið á leigu svo til alla fyrstu hæðina í þessu húsi og meginhlutann af annarri hæð hússins. bar starfa nú 46 starfsmenn og eru þá 20 starfs- menn veiðieftirlitsins meðtaldir. Verði frumvarp um breytingar á starfsemi Ríkismatsins samþykktar er hins vegar gert ráð fyrir að starfsmönnum fjölgi um 10-15. Þessar skipulagsbreytingar munu leiða til nokkurrar fækkunar á op- inberum starfsmönnum þegar þær hafa að fullu náð fram að ganga. Ein af ástæðum þess að okkur tókst að konia Fiskistofu á fót var mikið og gott samstarf við stjórn Fiskifélags Islands um leigu á hús- næði félagsins. hað er mín skoð- un að þetta nábýli Fiskifélags ís- lands og Fiskistofu muni styrkja starfsemi þeirra beggja. Um þess- ar mundir er verið að leggja loka- hönd á samning um þau verkefni sem Fiskistofa mun fela Fiskifélag- inu á sviði söfnunar upplýsinga, en meðal efnisatriði í þeim samn- ingi er m.a. ákvæði um að Fiski- stofa feli Fiskifélagi íslands að safna svokölluðum ráðstöfunar- skýrslum. Það er skoðun mín að með þessum skipulagsbreytingum verði tryggð hagkvæmni, skil- virkni og réttaröryggi í opinberri stjórnsýslu á sviði sjávarútvegs- mála. Samráðshópur um bætta um- gengni um auðlindir sjávar Á síðasta ári skipaði ég samráðshóp til að fjalla um hvernig bæta megi umgengni um auðlindir sjávarins. Hlutverk hópsins var m.a. að meta í hve ríkum mæli sjávarafla er varpað fyrir borð á íslenska fiskiskipaflot- anum og hvort núverandi aðferðir við veiði og stjórnun þeirra leiði til smáfiskadráps eða annarrar verðmætasóunar. Samráðshópn- um var jafnfamt falið að gera til- lögur um til hvaða aðgerða megi grípa til úrbóta. Hópnum var ennfremur falið að fjalla um svæðaskiptingu land- helginnar milli mismunandi veið- arfæra og skipagerða og lokun svæða á uppeldissvæðum smá- fisks og á hrygningarsvæðum. Þá var hópnum falið að gera tillögur um með hvaða hætti sé unnt að auka virkni veiðieftirlits. Einna brýnasta viðfangsefni hópsins var að skoða hvaða ráð- stafanir væri unnt að gera til að stuðla að verndun hrygningar- svæða sl. vetur. Um það efni skil- aði hópurinn tillögum, m.a. um takmarkanir á notkun togveiðar- færa við Suðurland. Var málið rætt ítarlega við hagsmunaaðila á svæðinu og í öllum landshlutum. I samræmi við tillögur hópsins voru eftirfarandi breytingar gerðar á ákvæðum um takmarkanir á þorskveiðum um páska: - Netaveiðibannið var lengt úr 7 sólarhringum í 10 1/2 sólar- hring. - Allar þorskveiðar innan 12 mílna voru bannaðar á sama tíma. - Stórum svæðum í Skerjadýpi og Selvogsbanka austur undir Vestmannaeyjar var lokað fyrir öllum veiðum innan 30-35 mílna frá landi. Ljóst var að páska 1992 bar upp á þann tíma þegar hvað mest ætti að vera um hrygningu þorsks og fiskifræðingar töldu að hrygn- ing væri þá hafin. Það er ekki unnt að segja með vissu að hrygning verði einmitt í hámarki á þessu svæði um pákahelgarnar í framtíðinni. Þess vegna lagði hop' urinn til að í framtíðinni verði páskastoppið aflagt sem slíkt, en a.m.k. tveggja vikna veiðibann verði ákveðið á aðalhrygningat' svæðinu, annað hvort nieð skyndilokun eða með fyrirvara, þegar fiskifræðingar telja það muni koma að sem mestum not- um vegna hrygningarinnar. Rannsóknir eru hafnar á um- fangi staðbundinnar hrygningat þorsks í fjörðum og víkum víða við ströndina. Niðurstöður hafa aðeins fengist fyrir fá svæöi enn sem komið er. Þess er vænst ao hraðað verði rannsóknum á þessu viðfangsefni og niðurstöðum fyte* eftir jafnharðan með lokun fjarða og flóa á vorin. Hópurinn hefur staðiö fyrir un1' fangsmikilli gagnasöfnun hva varðar úrkast afla frá veiðiskipun1- Veiðieftirlitsmönnum var sérstak- lega falið að mæla og s^ra aflasamsetningu beint úr veiðai' færum skipa á veiðislóð og bera það saman við landaðan af3 sömu skipa sem og annarra skipa sem veiðar stunduðu á sama tíma á sama veiðisvæði. Með því er hægt að meta með meiri vissu hve miklum mæli undirmálsfis 1 og verðminni netafiski er hent sjóinn, en um það atriði hafa ver ið skiptar skoðanir. Jafnframt var ákveðið að taka upp skráningu a úthaldi netabáta í því skyni að 3 yfirsýn yfir sókn þeirra og g*® afla. , • Varðandi netabáta var e ^ marktækur munur á afla báta me eftirlitsmann um borð og hinna mið sem réru sömu daga á sömu úr 1370 Meó því að yfirfæra niðurstöður a tíðina í heild gæti verið a um 1% eða um 500 tonnum ‘ fiski hefði verið hent að m^ nefndarinnar. Hins vegar te vísbending um það, að tiltölu eg meiru væri hent af netabátu þegar allar mælingar róðrum voru teknar saman. stööi netavertíðina í heild gæti verið -

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.