Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1992, Side 15

Ægir - 01.10.1992, Side 15
10/92 ÆGIR getum náð góðum árangri í sam- starfi við aðrar þjóðir og Ijóst er að virk þátttaka okkar í alþjóða- Samstarfi verður æ mikilvægari. Milliríkja viðskipti með siávarafurðir I rnillirfkjaviðskiptum með sjáv- arafurðir eru meiri viðskiptahindr- a,1|r en í viðskiptum með flestar aórar vörur, en sú krafa verður sí- e|lt háværari og þykir sjálfsagðari aó úr viðskiptahömlunum verði regið. Aukið alþjóðlegt samstarf a Þessu sviði hefur meiri þýðingu yrir litlar þjóðir en stórar, því þær eru að jafnaði háðari utanríkis- ^erslun og er ísland engin undan- ekning frá því. ^iðræður um aukið viðskipta- re|si á vettvangi GATT hafa leitt verulegs ávinnings á mörgum SV|ðum en viðskipti með sjávaraf- Urðir þafa verjö settar til hliðar í viðræðunum fram til þessa. Fátt bendir til þess að niðurstaðan í þeirri lotu GATT-viðræðnanna, sem nú stendur yfir og kennd er við Úrúgvæ, verði á annan veg. Fari svo mun það hafa í för með sér að sama fyrirkomulag og ríkir nú mun ríkja í alþjóðaviðskiptum með sjávarafurðir fram til alda- móta a.m.k. Það mun hamla gegn aukningu á viðskiptum með sjáv- arafurðir en áfram munu verða gerðir samningar á milli einstakra ríkja um fríverslun með sjávaraf- uröir, tollalækkanir og afnám annarra viðskiptahindrana. Ljóst er að þjóðir heims eru stöðugt að gera sér grein fyrir mikilvægi aukins frjálsræðis á sviði viðskipta, eins og sjá má best á stórauknum milliríkjavið- skiptum á sfðustu áratugum. Milliríkjaviðskipti með sjávaraf- urðir hafa aukist hröðum skrefum 511 líkt og milliríkjaviðskipti almennt. Tilkoma innri markaðar Evrópu- bandalagsins er í anda aukins frjálsræðis í milliríkjaviðskiptum. Innri markaðurinn á að stuðla að aukinni samkeppni milli fyrir- tækja og ríkja með það að mark- miði að auka hagvöxt og velferð borgara bandalagsríkjanna. Stefnt er að verkaskiptingu milli ríkja og fyrirtækja þannig að framleiðslan fari fram þar sem hún er hag- kvæmust, en það er einmitt mark- miðið með stofnun Evrópska efnahagssvæðisins. Sömu markmió liggja að baki samstarfi EFTA-ríkjanna sem út- víkkuðu fríverslunarsamning sinn árið 1989 þannig að það nær nú einnig til sjávarafurða. Samkvæmt því hverfa tollar og aðrar hindran- ir og fiskur og sjávarafurðir fá sömu stöðu og iðnaðarvörur. Finnar eru þó undanþegnir á- ÚTGERÐARMENN ATH! Eigum á lager, flestar gerðir af teina- efnum frá Hampiðjunni, netaflögg, línu- flögg, grásleppuflögg, baujustangir, baujuljós, línubala, ábót nr. 7, víralása, blakkir, vatnsspennur, sjófatnað og flestar gerðir af vírum. VIÐGERÐARÞJÓNUSTA

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.