Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1992, Page 18

Ægir - 01.10.1992, Page 18
514 ÆGIR 10/92 Hjalti Einarsson: Samningur um Evrópska efnahagssvæðið (EES) Sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson ávarpaði Fiskiþing við setningu. í yfirgripsmiklu erindi ræddi ráðherrann m.a. um Evr- ópska efnahagssvæðið og mikil- vægi samningsins um EES fyrir Is- land og íslendinga. I kjölfarið flutti viðskiptaráð- herra Jón Sigurðsson ítarlegt er- indi um sama mál og framtíð ís- lands innan vébanda EES. Pað kann því að virðast að ver- ið sé að bera í bakkafullan lækinn með sérstakri framsöguræðu um málið hér á þinginu og mun ég aðeins ræða samninginn frá sjón- arhóli sjávarútvegs og þá sérstak- lega um tolla. Löndin sem standa að samn- ingnum við EB eru EFTA-löndin sjö, sem auk íslands eru Noregur, Svíþjóð, Finnland, Sviss, Austur- ríki og Liechtenstein. Evrópubandalagslöndin eru Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Hol- land, Belgía, Luxemburg, Bret- land (UK), írland, Danmörk, Spánn, Portúgal og Grikkland. Samningurinn mun, ef staðfest- ur verður, ná til 19 ríkja og 375 milljón manna. EES samningurinn er umfangs- mikill milliríkjasamningur á sviði viðskipta, sem fjallar um sam- skipti EFTA-ríkjanna við Evrópu- bandalagið (EB). Hann er hins vegar langt frá því að vera eins viðamikill og bindandi og EB- samningurinn innbyrðis. Grundvöllur EES samningsins er að tryggja frelsi f 1. vöruviðskiptum, 2. þjónustuviðskiptum, 3. atvinnu, 4. fjármagnshreyfingum. Frelsi í vöruviðskiptum nær þó ekki til sjávarafurða eins og síðar verður vikið að. Um þær gilda sérreglur. Þetta fjórþætta frelsi, sem svo hefur verið nefnt, gefur einstak- lingum og aðilum í atvinnurekstri aukinn rétt. A hinn bóginn skerðir það svigrúm stjórnvalda til þess að grípa í taumana, t.d. með gjaldtöku, gjaldeyrishöftum, inn- flutningsbanni eða takmörkunum á veitingu atvinnuleyfa. Samkvæmt upplýsingabæk- lingnum ísland og EES, sem gef- inn hefur verið út af utanríkis- ráðuneytinu, gerir samingurinn m.a. ráð fyrir eftirfarandi: - Sameiginlegum markaði 19 ríkja og 375 milljón fbúa. - Sameiginlegum vinnumarkaði. - Sameiginlegum samkeppnis- reglum. - Sameiginlegum reglum á sviði ríkisstyrkja, opinberra inn- kaupa og útboða. - Fríverslun með fisk, með viss- um takmörkunum þó. - Tollfrjálsum iðnaðarvörum. - Samstarfi um rannsóknir og þróun, umhverfismál, neyt- endavemd og menntun. Samningurinn táknar hins veg‘ir ekki aðild að Evrópubandalagi111-'' sameiginlega stefnu í landbúna ar-, sjávarútvegs- eða utanrík'S málum, varnarsamstarf, sameig111 legan gjalmiðil eða tollabandalag og ekki samræmda skatta. Samn ingurinn táknar heldur ekki aði að Maastricht-samkomulaginu. eð EES og íslenskur sjávarútvegur í millirfkjasamningum n1'. . sjávarafurðir eru yfirleitt mei^ hindranir en í viðskiptum me aðrar vörur. Sú krafa verður þó sj fellt háværari, ekki síst frá íslen ^ ingum, að dregið verði úr höm um. Fyrir íslenskan sjávarútve hefur aukið frelsi á þessu sv1 sérstaka þýðingu vegna Þess.^(. sjávarafurðir eru stór hluti at L ^ flutningi okkar. Það er t.d. ihuF, unarefni, ekki síst fyrir fulltrúa Fiskiþingi, að hlutur sjávarafur verðmæti útflutnings frá *an hefur farið vaxandi á s|óuS árum, var t.d. 71% 1988, 7 1989, 76% 1990 og 80% ^9’^ Þetta hefur gerst þrátt fyrir mmn andi afla, en stafar m.a. af 'æ andi verði á afurðum stóriðju11 í gildi er fríverslunarsamning . milli íslands og EB frá 19^~ía\. þeim samningi er hin margum aða bókun 6, en samkvæmt her ^ eru fryst fiskflök frá íslandi t0

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.