Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1992, Side 26

Ægir - 01.10.1992, Side 26
522 ÆGIR 10/92 framsamningum. Þrátt fyrir þá óvissuþætti, sem vikið hefir verið aö hér að fram- an, og þrátt fyrir offramboó og harða samkeppni um hinn tak- markaða saltsíldarmarkað, hafa íslendingar í fjölda ára flutt út langtum meira af saltaðri síld en þær þjóðir sem við okkur keppa og sum árin meira en allir keppi- nautarnir til samans. Skýrslur FAO um útflutning síðustu tveggja ára liggja þó enn ekki fyrir en samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru, bendir flest til þess að íslendingar hafi á sl. tveim árum verið meðal þriggja stærstu útflutningsþjóðanna, þrátt fyrir það að stærsti markaðurinn hafi brugðizt bæði árin og hér hefir bæði árin farið hlutfallslega meira af aflanum til söltunar en hjá keppinautunum. Sífellt verður vart við þann mis- skilning hér á landi að meirihluti þeirrar síldar, sem veidd er í heiminum, fari til söltunar. Þessi misskilningur hefir orðið meira ábarandi eftir því sem aflinn hér hefir aukizt og meira af síldinni farið til bræðslu. Hið rétta er að aðeins 10-15% heimsaflans fara til söltunar og mun lægra hlutfall sé miðað við tilsvarandi síldarteg- undir og unnt er að fá til söltunar hér við land. Sem dæmi má nefna að hlutfall saltsíldar af heildarútflutningi Kanadamanna á síldarafurðum var á sl. ári aðeins 14% en hlut- fall frystrar síldar 27% og reyktra síldarafurða 9%. Einnig er rétt að benda á í þessu sambandi, að Norðmenn flytja út langtum meira af frystri síld en saltaðri og hafa þeir þó einnig á boðstólum stærri síld en við get- um boðið á þá markaði, sem sækjast sérstaklega eftir mjög stórri saltsíld. Á sl. ári fluttu Norð- menn t.d. út rúmlega þrisvar sinn- um meira af frystri síld en saltaðri. Þótt áfram verði að sjálfsögðu gert allt sem unnt er til að afla sem mestra markaða fyrir íslenzku saltsíldina og jafnframt reynt að ná aftur þeim mörkuðum, senl glatast hafa á stærsta neyzlusvaeö inu síðustu tvö árin, er óraunha? að reikna með því að vaxan 1 síldarafla okkar verði unnt að nýW eingöngu til söltunar. að Um komandi síldarvertíð í sumar lagði Hafrannsókna stofnunin til að leyft verði veiða 90 þús. tonn af síld á haust og vetrarvertíðinni 1992/93 °S telur stofnunin að hrygningarsto n íslenzku sumargotssíldarinnar se nú áætlaður um 490 þús. tonn. Sjávarútvegsráðuneytið hefir a^ kveðið að veiðar veröi leyfðat a 110 þús. tonnum á vertíöinni- Þegar þetta yfirlit er ritað september 1992) standa >''r samningaumleitanir við kaupen ur í öllum markaðslöndum sa síldar en niðurstöður liggja elin ekki fyrir. Höfundur er formaður Síldar- útvegsnefndar. (í ísfisksölur í október 1992 Sölu- dagur Sölu- staður Magn kg Erlend mynt íslenskar krónur Meðal- verð pofsWf Þýskaland: 427 1. Ásbjörn RE 50 2. Bremerhaven 169.967 DM 318.339,83 12.119.282,00 71,30 1 409 2. Engey RE 1 6. Bremerhaven 195.070 DM 456.223,17 17.422.013,90 89,31 1 980 3. Gullver NS 12 9. Bremerhaven 180.676 DM 464.506,01 17.535.638,80 97,06 1 121 4. Skagfiröingur SK 4 12. Bremerhaven 138.517 DM 468.661,93 17.755.511,20 128,18 200 5. Björgúlfur EA 312 14. Bremerhaven 126.869 DM 330.567,46 12.537.867,40 98,83 307 6. Már SH 127 16. Bremerhaven 174.628 DM 418.189,63 15.843.533,70 90,73 7. Viðey RE 6 20. Bremerhaven 281.954 DM 631.856,09 23.716.079,30 84,11 121 8. Gnúpur GK 11 22. Bremerhaven 104.707 DM 286.463,27 10.747.673,60 102,65 88 9. Ögri RE 72 27. Bremerhaven 243.786 DM 637.902,62 23.913.178,90 98,09 i 53& 10. Skafti SK 3 28. Bremerhaven 152.055 DM 347.048,66 13.009.746,10 85,56 70 11. Ottó N. Þorláksson RE 203 30. Bremerhaven 219.401 DM 415.131,28 15.554.892,70 70,90 11J20 Samtals 1.987.630 4.774.889,95 180.155.417,60 90,64 Bretland: .13.770 1. Guðmundur Kristinn SK 404 1. Grimsby 56.658 GBP 76.456,00 7.216.212,13 127,36 \ ° ' \ ^ Aa ■ r Samtals í október 1992 2.044.288 187.371.629,73

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.