Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1992, Page 52

Ægir - 01.10.1992, Page 52
548 ÆGIR 10/92 Ottó Wathne NS 90 25. ágúst sl. kom skuttogarinn Ottó Wathne NS 90 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar. Seyðisfjarðar. Skut- togari þessi, sem áður hét Grinnöy, er keyptur notað- ur frá Noregi, en er smíðaður árið 1991 (afhentur í apríl) hjá skipasmíðastöðinni Construcciones Navales Santodomingo S.A. í Vigo á Spáni, smíðanúmer 636 hjá stöðinni. Skipið er hannað af Nordvestconsult A/S í Álesund í samvinnu við Cramaco A/S í Tromsö. Skipið er með búnað til heilfrystingar á afla og kem- ur í stað eldri skuttogara útgerðar, sem bar sama nafn, Ottó Wathne NS 90 (1474), 299 rúmlesta skut- togara, smíðaður árið 1977. Jafnframt gengur endur nýjunarréttur Erlings KE 45 (1361) upp í nýja sk'P' ’ 328 rúmlesta nótaveiðiskip, smíðað árið 1969 (sö árið 1990). Áður en skipið kom til landsins voru 9er ar ákveðnar breytingar á því af núverandi eigendun1_ m.a. fjölgað hvílum í eins manns klefum, sett i skip flotvörpuvinda og bakstroffuvindur og bætt við tsekju^ i brú. Hinn nýi Ottó Wathne er smiðaður i EO-klassa’ þ.e. vaktfrítt vélarúm. ■ Ottó Wathne NS er í eigu samnefnds hlutafélags Seyðisfirði. Skipstjóri á skipinu er Páll Ágústsson oy yfirvélstjóri Víglundur Þórðarson. Framkværndastl útgerðar er Trausti Magnússon. Ottó Wathne NS 90 við komu til Seyðisfjarðar. Ljósmynd: Jón Magnússon.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.