Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 4
188 Tímarit lögfrœöinga heimiluð af nýju í ákveðnum tilfellum, en þar er væntan- lega aðeins um stundarfyrirbrigði að ræða. Ákvæði um upptöku einstakra muna eða eigna hafa einnig verið í íslenzkum rétti frá því á þjóðveldistímanum, en ekki kvað þó mikið að þeim fram eftir öldum. Almenn ákvæði um upptöku voru ekki sett fyrr en með 35. gr. almennra hegningarlaga 25. júní 1869. 1 stað þeirra eru nú komin hin almennu ákvæði í 1. og 2. mgr. 69. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem eru á þessa leið: „Gera má upptækt með dómi: 1. Hluti, sem orðið hafa til við misgerning eða hafðir hafa verið til að drýgja brot með, nema þeir séu eign manns, sem ekkert er við brotið riðinn. 2. Hluti, sem ætla má, að ákvarðaðir séu til notkunar í glæp- samlegu skyni, ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis. 3. Muni eða ávinning, sem aflað hefur verið með broti, og enginn á löglegt tilkall til, eða fjárhæð, sem svarar til slíks ávinnings. Hið upptæka skal vera eign rikissjóðs, nema annað sé sérstak- lega ákveðið i lögum. Hafi einhver beðið tjón við brotið, skal hann þó eiga forgang til andvirðisins, ef bætur fást ekki á annan hátt". Framangreind ákvæði 69. gr. gilda ekki einungis um brot, sem refsiverð eru samkvæmt almennum hegningar- lögum, heldur taka þau einnig beint til brota, sem refsing er lögð við í öðrum lögum. Hins vegar er í íslenzkri löggjöf mikill fjöldi sérstakra upptökuákvæða, sem í ýmsum atrið- um víkja frá hinum almennu reglum 69. gr. Upptaka var ekki talin til refsitegunda samkvæmt alm. hegnl. 1869, sbr. 10. gr. þeirra, og svo er ekki heldur gert í núgildandi hegnl., sbr. 31. gr. Við athugun á hinum sér- stöku upptökuákvæðum réttarins kemur einnig í ljós, að upptaka mun hvergi vera ákveðin sem refsitegund, heldur sem sérstök viðurlög auk refsingar. Greina má á milli upptökuákvæða eftir því, hverja af- stöðu eign sú, sem upptaka tekur til, hefur til réttarbrots eða hættu á réttarbroti. Er þá venjulegt að flokka upp- tökuákvæðin með eftirgreindum hætti: 1. Munir, sem hafðir hafa verið eða ákvarðaðir eru til að fremja afbrot með (instrumenta sceleris). Almenn

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.