Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 15
Upptaka ólöglegs ávinnings. 199 velsæmi, t. d. endurheimta á hendur manni, sem sekur hefði gerzt við ákvæði 206. gr. hegnl. um að gera sér laus- læti annarra að tekjulind. Ólöglegan ágóða má gera upptækan, þó að einhver kunni að eiga tilkall til hans, ef ekki er vitað, hver eða hverir það muni vera. Það væri óviðeigandi, að sökunautur nyti góðs af því, að ekki hefur tekizt að hafa uppi á rétthafanum, t. d. eiganda stolins hlutar. Oft er mjög erfitt eða jafnvel ógerningur að afla í sakamáli vitneskju um, hverir hafa beðið tjón af broti, sbr. t. d. þegar vara hefur verið seld almenningi yfir hámarksverði eða sökunautur hefur notað röng vogartæki eða mæliáhöld í atvinnurekstri sínum. Ef rétthafinn kemur fram, eftir að upptaka hefur verið dæmd, á hann forgangsrétt til hins upptæka fjár samkvæmt 2. mgr. 69. gr., eins og síðar verður getið. Þegar það kemur fram í rannsókn máls, að tiltekinn eða tilteknir aðiljar hafi beðið tjón við brotið og eigi tilkall til ágóðans eða hluta hans, ber dómara að gera þeim aðvart og gefa þeim kost á að koma bótakröfu sinni að í málinu, sbr. 145. gr. laganr. 27/1951. Mun rannsóknardómari eiga að gera sér fa’r um af eiginhvötum að leiða í Ijós, hverir rétt muni eiga til bóta, enda tefji það ekki málið um of. Ef rétthafinn hefur fengið ágóðann eða hluta hans greidd- an, áður dómur gengur, kemur upptaka að því leyti ekki til greina. Sama mun gilda, ef rétthafi hefur gefið söku- naut upp kröfu sína. Upptökuákvæðið verður engan veginn skýrt þannig, að það raski venjulegum áhrifum uppgjafar, þ. e. að hún jafngildi greiðslu í þessu sambandi. Ef rétt- hafi fær dóm fyrir kröfu sinni í refsimálinu, verður upp- taka að sjálfsögðu ekki dæmd, enda þótt enn sé óvíst, hvort hann innheimtir kröfu sína. Sama kemur til greina, ef rétthafi hefur fengið dóm fyrir kröfu sinni í sérstöku máli. En enda þótt rétthafi hafi ekki borið kröfu sína undir dóm- stóla, þegar refsidómur gengur, virðist samkvæmt orðum laganna tilvist hennar ein vera næg til að koma í veg fyrir upptöku, enda hvílir þá skuld á sökunaut, sem samsvarar ágóðanum og vegur á móti auðgun hans af brotinu. Hér að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.