Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Side 19
Upptaka ólöglegs ávinnings 203 sé unnt að fá bætur hjá sökunaut, áður en hann geti gengið að hinu upptæka fé hjá ríkissjóði, þá mundi það leiða til þess, að sökunautur, sem nægilegt fé ætti til bótagreiðslu, yrði að inna hinn ólögmæta ágóða tvisvar af höndum, þ. e. fyrst til ríkissjóðs og síðan til tjónþola. Ekki verður séð, að efnisrök liggi til þess, að sökunautur eigi að sæta svo auknu óhagræði vegna þess, að ekki verður uppskátt um tjónþola, áður en upptaka er dæmd. Sýnist því ljóst, að ákvæði 2. mgr. þarfnast lagfæringar að þessu lej’ti. 10. Samkvæmt 69. gr. hegnl. verður upptaka aðeins gerð með dómi. Mál til upptöku eigna skulu sæta rannsókn og meðferð opinberra mála, sbr. 6. tölul. og upphafsákvæði 2. gr. laga nr. 27/1951. Þegar sökunautur getur undirgengizt sekt fyrir dómara, getur hann og játazt undir upptöku eignar, sbr. 112. gr. sömu laga. Ef sökunautur finnst ekki eða er ókunnugur, getur dómari samkvæmt nefndri gr. ákveðið eignarupptöku, ef verðmæti fer ekki fram úr 3000 kr. Þegar ætla má, að munir eða önnur sérgreind verðmæti verði gerð upptæk, geta löggæzlumenn lagt hald á mun- ina, áður en rannsókn er hafin eða dómur gengur, sbr. 43. gr. laga nr. 27/1951. Ef líklegt er, að ósérgreindur ágóði verði gerður upptækur, getur rannsóknardómari sam- kvæmt 144. gr. sömu laga kyrrsett eða látið fógeta kyrr- setja eignir sökunauts til undirbúnings upptöku, þegar til- tekin skilyrði eru fyrir hendi. Krafa um upptöku verður að vera í ákæruskjali, sbr. 115. gr. nefndra laga. III. Eftir gildistöku alm. hegningarlaga nr. 19/1940 hefur ákvæði 69. gr. þeirra um upptöku ólöglegs ávinnings oft komið til álita og framkvæmdar við úrlausn refsimála. Hefur þess einkum gætt í sambandi við brot, sem refsi- verð eru samkvæmt öðrum lögum en alm. hegningarlögum. Til þess liggja m. a. þær ástæður, að á styrjaldarárunum og síðar hafa stórlega aukizt afskipti ríkisvaldsins af verð- lagi í landinu og meðferð gjaldeyris, en lög um þau efni 2

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.