Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 21
Upptaka ólöglegs ávinnings 205 ved en straffbar handling vundne utbytte eller et belöp, svarende til det antagelige utbytte av samme" og enn fremur: „Er en straffbar virksomhet drevet sedvans- messig, kan det belöp, som inddras, bestemmes efter det antagelige utbytte av den hele virksomhet". Um norska dómstólaframkvæmd í sambandi við þetta ákvæði má nefna, að héraðsdómstóll sýknaði sakborning af kröfu um upptöku vegna sannanaskorts um upphæð ólögmæts ágóða. Hæstiréttur Noregs ómerkti dóminn með þessum rökum: „Nár meddomsretten har funnet, at tiltalte har hatt ut- bytte av sin ulovlige virksomhet, plikter den á avgi skjönn over det antagelige utbjd;te, idet § 36 ikke tilsikter et pá- litelig skjönn bygget pá sikre bevisdata for omfanget av den ulovlige virksomhet". Þessi regla norsku laganna er ekki óálitleg í fljótu bragði, en ekki er líklegt, að hún lcomi að miklum notum. Það er hætt við, að dómstólar yrðu jafnan tregir til að dæma upptöku fram yfir sannaðan ágóða. 1 öðru lagi rnætti hugsa sér, að hinum dulda ágóða yrði náð að meira eða minna leyti með sektargreiðslu. Eins og getið verðui*hér á eftir, eru dæmi til þess úr löggjöf ann- arra þjóða, að sökunaut sé gert að greiða ólöglegan ágóða sem sekt, sbr. og ákvæði 11. gr. laga nr. 24/1936: „Nú hefur sá, sem sekur hefur fundizt um vörusvik samkvæmt þessum lögum, sannanlega grætt á svikunum, og má þá, auk sektar þeirrar, sem greind er í 2. málsgrein þessarar greinar, eða annarrar refsingar, dæma hann til að greiða viðbótarsekt, jafnháa upphæð sem hagnaðurinn sannan- lega nemur“. Gegn þessari aðferð mælir það, að tillit til ólöglegs ágóða mundi hafa meiri áhrif á ákvörðun sektar- fjárhæðar en rétt væri eftir venjulegum reglum um ákvörð- un refsingar. 1 þessu sambandi er þó vert að athuga sér- staklega 2. mgr. 49. gr. alm. hegningarlaga, sem er á þessa leið: „Þeim, sem hefur aflað sér fjár meö broti, má, þegar sérstak- lega stendur á, dæma sekt jafnframt refsivist, sem við brotinu kann að liggja".

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.