Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 35
Dómurinn í deilumáli Norömanna og Breta 219 dómari hafi samþykkt dómsniðurstöðu, sem gekk gegn landi hans. Þegar ríki, sem ekki eiga dómara í dómstólnum, eru deiluaðilar, hafa þau rétt til að skipa dómara til að taka þátt í dómstörfum varðandi það mál. Dómurinn ásamt forsendum tekur yfir 19 blaðsíður, og er niðurstaða dómstólsins svohljóðandi: „Samkvæmt þess- um forsendum hafnar dómstóllinn öllum gagnstæðum kröf- um og dæmir. með tíu atkvæðum gegn tveimur, að aðferð sú, sem beitt var við afmörkun fiskveiðasvæðisins samkvæmt hinum norska konungsúrskurði frá 12. júlí 1935, fari ekki í bága við alþjóðalög, og með átta atkvæðum gegn fjórum, að grunnlínur þær, sem ákveðnar voru með nefndum úrskurði til framkvæmdar þessari aðferð, fari ekki í bága við al- þjóðalög." Af þessu sést, að tveir dómenda höfðu sérstöðu að því leyti, að þeir töldu konungsúrskurðinn frá 1935 ekki í sam- ræmi við alþjóðalög. Dómendur þessir voru J. E. Read og Sir Arnold McNair. Skiluðu þeir hvor um sig sératkvæði varðandi þetta samanlagt 47 blaðsíður, einnig af því að þeir töldu grunnlínur norsku fiskveiðitakmarkanna ekki vera í samræmi við alþjóoalög. Samdóma þeim um síðara atriðið voru tveir aðrir dómendur, annar þeirra var Hsu Mo, og gerði hann grein fyrir skoðun sinni í sératkvæði, sem tekur yfir 3 blaðsíður, en hver hinn var, verður aldrei vitað, því að hvorki gerði hann grein fyrir, að hvaða leyti norska grunnlínan færi, að hans áliti, í bág við alþjóðalög, né heldur lét hann nafns síns getið. En samkvæmt 57. gr. stofnskrár dómsins hefur hver dómenda rétt til að skila sératkvæði, en honum ber ekki skylda til þess, þótt hann sé ekki algerlega samþykkur dómsniðurstöðunni. Þá voru tveir dómenda algerlega sammála dómsniðurstöðunni, en skiluðu sératkvæði, að því er tók til forsendna dómsins. Dómendur þessir voru Alvarez og Hackworth. Hér á eftir verður vikið lítillega að sératkvæðum dóm- 3

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.