Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 36
220 Tímarit lögfrœöinga enda, en fyrst verður drepið á nokkur lielztu atriði dómsúr- skurðarins og forsendna hans, enda þótt dómurinn, án sér- atkvæða, hafi þegar birzt á íslenzku, m. a. hér í þessu riti, 1. hefti þessa árs. Dómurinn og deiluaðilar miða við fjörumál, er breidd landhelginnar er mæld, og er þá miðað við ytri línu skerja- garðsins norska, en ekki meginlandsins, þegar um það er að ræða. Þessi úrlausn er reist á landfræðilegum staðreyndum. En málið er ekki svona einfalt, því að þegar ákveða skal tak- mörk landhelginnar, er hægt að beita þrem aðferðum. 1 fyrsta lagi aðferð, sem kennd er við samsíða línur, en hún er í því fólgin, að landhelgislínan er látin 'fylgja öllum bugðum strandlengjunnar jafnt fjörðum sem minni háttar bugðum. Þessari reglu er hægt að beita þar sem ströndin er lítt eða ekki vogskorin. Bretar héldu í fyrstu fram þeirri aðíerð til ákvörðunar landhelgi Noregs, en svo fór, að þeir hurfu frá henni, strax í skriflegum flutningi málsins. Þá héldu Bretar fram hinni svokölluðu „skurðbogaað- ferð“, sem er jafnan notuð til að ákveða legu staðar eða hlutar á hafi úti. Þetta er ný tæknileg aðferð, fyrst haldið fram af Bandaríkjunum á alþjóðaráðstefnunni í Haag 1930, en hún er svo nýtilkomin, að hún getur ekki talizt bindandi að alþjóðalögum, enda var það viðurkennt af hálfu Breta. Þá er eftir aðferð sú, sem kennd er við beinar grunn- línur. Venjulega er þeirri aðferð fylgt, þegar draga skal grunnlínur fjarða, en dómurinn telur ekkert því til fyrir- stöðu, að beinar grunnlínur verði einnig dregnar milli eyja, skerja og hólma, svo og þvert yfir sjávarsvæoi á milli þeirra, jafnvel þótt slík svæði falli ekki undir hugtakið fjörður. Bretar viðurkenna aðeins á grundvelli sögulegrar heim- ildar, að Noregur hefði rétt til að draga grunnlínur, sem væru lengri en 10 sjómílur, en í því lá, að brezka ríkis- stjórnin hafði ekki horfið frá þeirri staðhæfingu, að tíu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.