Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Qupperneq 37
Dómurinn l dcilumáli NorOmanna og Breta 221 mílna regluna beri að telja alþjóðlega. Af því tilefni tekur dómurinn fram: „Þó að tiltekin ríki hafi tekið upp tíu mílna regluna, bæði 1 innanlandslögum sínum og í milliríkjasamningum og sam- þvkktum, og þó að reglu þessari hafi verið beitt milli þess- ara ríkja í ýmsum gerðardómum, hafa önnur ríki tekið upp önnur mörk. Tíu mílna reglan hefur þess vegna ekki öðlazt gildi almennrar reglu alþjóðalaga." Er því augljóst, að dómurinn hefur ekki kveðið á um neina reglu varðandi lengd beinnar grunnlínu. Um afmörkun landhelginnar segir svo í dómnum: „Af- mörkun sjávarsvæða hefur alltaf alþjóðleg horf. Hún getur ekki eingöngu oltið á vilja strandríkisins, svo sem hann birtist í innanlandslöggjöf þess. Þótt framkvæmd afmörk- unarinnar sé að vísu óhjákvæmilega einhliða gerningur, þar sem strandríkið eitt er bært til að framkvæma hana, lýt- ur gildi afmörkunarinnar gagnvart öðrum ríkjum alþjóða- reglum. 1 sambandi við afmörkun landhelginnar verður að veita ríki því, er hlut á að máli, olnbogarúm til að afmarka landhelgina í samræmi við hagsmuni og aðstæður, „en um leið má ekki sveigja gi'unnlínur til muna frá heildarstefnu strandarinnaf',“ eins og segir í forsendum dómsins. Þá verður ennfremur að taka tillit til efnahagslegi'a hagsmuna héraðanna, sem hlut eiga að máli, svo og landfræðilegrar sérstöðu. í sambandi við ákvörðun grunnlínunnar segir, að við val á grunnlínustöðvum skipti einna mestu máli, að hafsvæðið, sem lendi innan hennar, sé í svo nánum tengsl- um við landið, að líta beri á það allt að því sem innsævi eða hluta af ríkinu. Þá eru leidd rök að því, að þegar áður en deilan kom upp, hafi „aðferð hinna beinu grunnlína" verið fylgt um landhelgi Noregs, óátalið af öðrum ríkjum en Bretlandi, og að jafnvel Bretar hafi raunverulega ekki mót- mælt henni fyrr en árið 1933. Það er augljóst, að dómurinn leggur verulega áherzlu á þá hlið málsins, að beitt hafi verið sömu aðferð við afmörkun landhelginnar, þannig að fyrir hefð hafi skapazt „söguleg regla“ þar að lútandi. Fleiri atriði hefði mátt drepa á varðandi dóminn og for-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.