Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Side 40
224 Tímarit lögfrœöinga Dómaramir Sir Arnold McNair og E. J. Read skiluðu sér- atkvæðum, sem voru samhljóða að efni í meginatriðum. Þeir tóku málið mjög svipuðum tökum í röksemdafærslu sinni og komust að algjörlega sömu niðurstöðu, sem sé þeirri, að afmörkun norsku landhelginnar væri ekki í sam- ræmi við alþjóðalög. Að vonum héldu þeir fram brezkum sjónarmiðum, t. d. voru þeir sammála um, að við afmörkun landhelginnar yrði grunnlína hennar að fylgja stefnu strandarinnar, og taldi Read fjöruborðsregluna gildandi reglu alþjóðaréttar. Read víkur nokkrum orðum að þriggja mílna landhelgisvíðáttunni, en treystist þó ekki til að telja hana alþjóðareglu. Honum farast svo orð: „Það var auð- stigið spor frá skothelginni til 3 mílna takmarksins, þ. e. landhelgisbeltis, sem er 1 vika sjávar á breidd, þar sem strandríkið hafði eitt umráðarétt og hernaðaraðgerðir er- lendra þjóða voru bannaðar. Nokkur ríki hafa krafizt breiðari belta eða víðáttumeiri svæða; en um langan aldur hefur enginn dregið í efa rétt hvers strandríkis til að til- einka sér yfirráðarétt yfir landhelgisbelti, sem mælt er frá ströndum þess.“ McNair víkur einnig á nokkrum stöðum að þriggja sjó- mílnareglunni og bendir á dómsúrskurði og milliríkjasamn- inga, þar sem þeirri reglu er fylgt, en ekkert þeirra at- riða, er hann vitnar til, hafa úrslitaþýðingu um það, hvort sú kenning sé alþjóðleg regla, enda heldur hann henni ekki fram sjálfur sem alþjóðlegri reglu. Á einum stað kemst hann svo að orði: „Hvað þýðir að tala um þriggja eða fjögurra sjómílna landhelgi, ef ríki er það frjálst að afmarka landhelgi, sem er þriggja eða fjögra sjómílna breið við grunnlínupunktana, en varla nokkurs staðar annars. Hvað þýðir að segja, að landhelgin skuli reiknuð frá fjörumáli, þegar það er gert við 48 grunnlínu- punkta og varla nokkurs staðar annars.“ Þá bendir hann á að sumsstaðar sé landhelgislínan meira en 20 sjómílum ut- an þverlínu (lokunarlínu) fjarða. Mun þar átt við 10 sjó- mílna þverlínu. Þá víkur hann að því atriði, að af hálfu málsvara Noregs

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.