Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Qupperneq 50
234 Tímarit lögfrœöinga snemmt að kveða upp nokkurn alhliða dóm um það. En með því að það flytur nýjungar og það, sem út er komið af því, er merkilegt í sinni röð og vandað, virðist sama að vekja eftirtekt lögfræðinga á því og fyrir því skal fara um það nokkrum orðum. Lengi hefur það verið háttur fræðimanna að skipta fjár- munarétti í þrjár greinar: Hlutarétt, kröfurétt og ýmis- konar einkaréttindi (rithöfundarréttur, réttur listamanns og uppfyndingamanns yfir verkum sínum, réttur til ýmis- konar auðkenna o. s. frv.). Svo hafa nokkrar greinir, sem bæði heyra undir opinberan rétt, kröfurétt og hlutarétt, verið teknar sér, svo sem sjóréttur, félagaréttur og land- búnaðarréttur. Skipting þessi hefur verið reist á inum mis- munandi andlögum réttindanna. Hlutir (líkamlegir, óper- sónulegir fjármunir, sem geta verið undirorpnir yfirráð- um manna) hafa þá verið taldir andlag hlutaréttinda, kröfur (þ. e. tilkall á hendur manni um verknað eða stundum athafnaleysi um eitthvert atriði) andlag kröfu- réttinda, og hugverkin auðkennin o. s. frv. andlag þriðja flokksins. Þessi greining er nú gagnrýnd af ýmsum fræði- mönnum. Sá aðili, sem fjármunaréttindi tilheyra, er eig- andi þeirra, og heimildir hans til nýtingar og hagræðingar réttindum sínum eru inar sömu, hvert sem andlag þeirra er. Hann má 1) nýta sér andlagið, 2) ráðstafa því með lög- gerningum inter vivos, 3) það er grundvöllur undir láns- trausti hans. 4) Hann getur ráðstafað því mortis causa og það erfast eftir hann, og 5) hann getur leitað aðstoðar ríkisvaldsins til verndar réttindum sínum yfir því, eftir því sem efni standa til. Flokkun réttinda þessara eftir and- lagi þeirra er ekki talin svo réttmæt eða sjálfsögð sem áður var. Ekki verður flokkun slík sem tíðkazt hefur heldur reist á mismunandi aldri réttindanna (þ. e. því, hversu lengi þau skuli standa). Sumum hlutaréttindum er skapaður skamm- ur aldur, sbr. t. d. lögveðin, sem venjulega er fyrirfram að lögum ætlað að standa eitt til tvö ár. Hins vegar er sumum kröfuréttindum ætlaður langur aldur, sbr. t. d. krafa að-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.