Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 60
244 Tímarit lögfrœSinga V. Ólafur Jóhannesson: Lög og réttur. Bókaútgáfa menningarsjóðs. Reykjavík 1952. Bók þessi, sem er 394 blaðsíður í átta blaða broti, er ein þeirra bóka, sem stjórn menningarsjóðs nefnir „hand- bækur almennings". Hún flytur fyrst, í inngangi, um flokk- un réttarreglna og réttarheimildir. Síðar kemur greinar- gerð um allmörg aðalatriði stjórnlaga og stjórnarfars. Síð- ar í bókinni er rætt um refsivörzlu og réttarfar. Aðal- atriðum ins svonefnda opinbera réttar eru því gerð skil í bókinni. Mikill meiri hluti hennar varðar þó aðrar greinar réttarskipunar landsins, persónurétt, sifjarétt, erfðarétt og fjármunarétt, þar á meðal nokkur atriði um sjórétt og félagsrétt. Bókinni er ætlað að verða almenningi til fróðleiks um þessi efni. Þau eru svo mörg og flókin, að ekki verður til meira ætlazt, en að aðalatriðunum verði gerð skil, og rök- ræður um einstök atriði hefðu vitanlega gert bókina of ianga, enda naumast samþýðst því takmarki, sem bókinni er ætlað. Höf. hefur tekizt mjög vel, að því er bezt verður séð, lausn þess verkefnis, sem hann hefur á hendur tekizt. Hann hefur skipað efninu hagsmiðlega og gi’einargerðir eru ijósar og skýrar um hvað eina, svo að engum meðalgreind- um manni ætti að verða ofraun að hafa fullar nytjar þess mikla fróðleiks, sem þar er saman kominn. Bókinni er ætlað ao verða nokkurskonar formálabók, enda eru aftan við textann 60 sýnishorn skjala, sem flest eru tíð og þýð- ingarmikil í lögskiptum manna, svo sem kaupmálar hjóna, arfleiðsluskrár, skiptagerningar, kaupsamningar um fast- eignir og skip og afsöl, húsaleigusamningar, byggingar- bréf, verksamningar, skuldabréf, víxlar og tékkar, kvitt- anir, skattkærur, sáttakærur, stefnur o. s. frv. Eins og höf. segir í eftirmála, má auðvitað um það deila, hvað taka eigi og hverju eigi að sleppa í riti slíku sem þessu, þar sem um svo margt er að véla. Þó verður það varla vé- fengt, að höf. hafi yfirleitt tekizt efnisvalið vel og að hann hafi gert efninu svo góð skil sem með nokkurri sanngirni verður krafizt. Mál á bókinni er látlaust og yfirleitt vandað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.