Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 61
Fimm lögfrœðirit 245 Er nú orðin mikil framför á því sviði frá máli á því, sem var skráð um lögfræðiefni fyrir hundrað árum, og var þó þá mikið orðið um bætt frá því, sem verið hafði á 18. öld og fram á 19. öldina. Um höfundinn er það annars kunnugt, að hann var af- buroa námsmaður, lauk inu loflegasta prófi og sýndi það með riti, er hann hefur samið um efni úr bótarétti, að hann er ágætlega fallin til lögfræðilegra ritstarfa. Má því mikils vænta af honum á því sviði, er hann hefur nú fengið þess kost að helga sig eingöngu eða aðallega þeim störfum. E. A. Sáttatilraunir sáttanefnda. Eins og kunnugt er, skal leggja einkamál til sáttanefnda, er gera skulu tilraun til þess að jafna ágreining með að- iljum, áður en mál verði lagt til dómstóla, 5. gr. laga nr. 85/1936. I þessa almennu reglu eru höggvin stór sköro með ákvæðunum síðar í greininni, þar sem þýðingarmiklir málaflokkar eru undan teknir og dómara boðið að leita sátta, svo sem barnsfaðernismál, hjúamál og nemenda, mál um kaupgreiðslu verkafólks, sjódómsmál, mál, sem höfðað er utan varnarþings aðilja, víxilmál og tékka o. fl. Sér- staklega geta ákvæði 11. og 15. tölul. 5. gr. laga 1936 orðið þýðingarmikil, er aðiljar geta beinlínis með samningum og yfirlýsingum fyrir dómara komið máli sínu undan sátta- nefnd. Þessi ákvæði öll sýna ótvírætt vilja löggjafans til þess að takmarka þann málafjölda, sem fara skuli til að- gerða sáttanefnda. Sannast að segja veldur það bæði töfum, fyrirhöfn og dálitlum kostnaði, ef leggja skal mál til þeirra og tilraun þeirra verður árangurslaus, sem oft vill verða. Og sérstaklega á þetta við, ef dómari telur síðan sáttatil- raun ófullnægjandi og vísar máli frá dómi vegna þess, svo sem og stundum hefur við borið. Einkum verður töfin og

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.