Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Qupperneq 7
TIMARIT LOGFRÆÐINGA
1. hefti 19 5U-
Tímarit þetta hefur komið út í 3 ár Undir ritstjórn dr.
Einars Arnórssonar. Nú hefur hann eindregið óskað þess
að verða leystur frá ritstjórninni og má segja, að það sé
ekki vonum fyrr, því að reyndin hefur orðið sú, að lögfræð-
ingar-hafa mjog látið það undir höfuð leggjast að senda
ritgerðir um „áhugamál sín á lögfræðilegum efnum“,
gagnstætt vonum stjórnar Lögmannafélagsins, sem í ljós
voru látnar í inngangsorðum 1. heftis.
Ritstjórinn hefur því, eins og ritið sýnir, borið þung-
ann, ekki aðeins af ritstjórninni, heldur og af því að leggja
til efni.
Því' þakkarverðara er, að honum hefur tekizt að forða
ritinu frá „hordauðanum", sem stjórn Lögmannafélagsins
telur rrieð réttu öllurri dauða óvirðulegri fyrir blað heillar
stéttar, sbr. ávarpsorðin í 1. hefti.
Ég býst við, að allir íslenzkir lögfræðingar séu mér sam-
mála, er ég þakka dr. Einari starf hans í þágu ritsins,
bæði sem ritstjóra og höfundi.
Það hefir orðið úr, að ég taki að mér ritstjórn um stund,
en um framhald þess er allt óráðið og veltur þar m. a. á
því, hvort þeir lögfræðingar, sem aðstöðu hafa og getu
til þess að leggja til efni, vilja gerast liðsmenn ritsins eða
ekki.
Er ritið hóf göngu sína, komst ritstjórinn svo að orði:
„Tímarit lögfræðinga þarf að vera fjölbreytilegt. Fyrst
og fremst þarf það að flytja alls konar ritgerðir um lög-
fræðileg efni, hæfilega langar, svo að þær verði tímarit-
1