Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 24
hafa með höndum sérstaka starfrækslu, þá skyldi ríkis-
stjórnin skipa þeim í þann flokk, sem þær stæðu næst um
starfrækslu. Síðan er ákveðið, að yfir hvern flokk fyrir-
tækja skuli setja þriggja manna ráð, kosið hlutfallskosn-
ingu af sameinuðu alþingi. Þessi ráð áttu að hafa með
höndum yfirumsjón og eftirlit með starfrækslunni. For-
stjórar stofnananna áttu að leggja fyrir það ráð, sem
stofnunin heyrði undir, öll mikilsvarðandi mál, er starf-
ræksluna vörðuðu, gera grein fyrir innkaupum, starfs:
mannahaldi, kaupgjaldi, tilhögun starfs, fjárhaldi, álagn-
ingu á vörum o. s. frv. Eins og sjá má af þessu, var
ráðum þessum ætlað ærið verkefni.
Ráð þessi urðu ekki langlíf í landinu. Er þau höfðu
starfað um sex ára skeið, var samþykkt að fresta fram-
kvæmd laganna um eftirlit með opinberum rekstri. Síðan
voru svo eftirlitsráð þessi afnumin að fullu og öllu með
lögum frá 1942. Sjálfsagt hafa breytt pólitísk viðhorf átt
einhvern þátt í því, að ráðin voru lögð niður. En víst er
um það, að ekki verður séð, að niðurlagning þeirra hafi
sætt nokkrum andmælum. Og í greinargerð að frumvarpi
að lögum þeim, sem felldu lögin um eftirlit frá 1935 úr
gildi, en það frumvarp var samið af atvinnumálaráðu-
neytinu, var sagt, að það hafi verið látið í Ijós á alþingi
1940, að reynd væri á það komin, að lítið gagn væri að
rekstrarráðum þessum. Ekki verður séð, að þessu hafi
verið andæft.
Hér verður að sjálfsögðu enginn dómur kveðinn upp
um starfsemi þessara ráða. En allt virðist benda til þess,
að skipun þeirra hafi ekki reynzt hallkvæm. Líklegt er,
að ástæðan hafi verið sú, hve starfssviðið var víðtækt og
yfirgripsmikið. Það er hætt við, að nefndir, með svo fjöl-
breytilegu og víðtæku starfssviði verði annaðhvort gagns-
lausar eða verði stjórnarframkvæmdum þeim, sem þær
koma nálægt, óeðlilegur fjötur um fót. Dæmi þetta er
rif.jað upp til að sýna, að hér er vandratað meðalhófið.
En alþingi verður sérstakiega að gæta þess, að haga aðild
18